Alþýðublaðið - 16.10.1963, Blaðsíða 6
SVO margar mæður í hinu
kommúnistiska Þýzkalandi, nánar
tiitekiS í Dresden og nágreni, hafa
gefið sonum sínum nafnið Elvis,
í höfuðið á rokkaranum fræga, að
yfirvöldin hafa séð sig tilneydd
að banna algerlega að börnum séu
gefið nöfn á þann hátt.
HUGGUNARORÐ TIL VINNANDI MÆÐRA
Þær eru ófáar húsmæðurnar nú daginn. Þvert á móti sé það því til
á dögum, sem verða að vinna úti,
einhvern hluta dagsins ef ekki all-
an daginn. Þetta hefur skapað
mikil vandamál og margar húsmæð
ur haía ugglaust slæma samvizku
vegna þess, að þær geta ekki helg-
að sig allar börnunum sínum.
Nýlega rákumst við á greinar-
korn í dönsku blaði, sem ætti
að verða öllum þeim húsmæðrum,
sem vinna úti, til nokkurrar hugg-
wnar.
Kunnir uppeldisfræðingar eru
nú alraennt þeirrar skoðunar, að
það eé síður en svo barninu til
tjóns, þótt það njóti ekki umönn-
unar móðurinnar allan liðlangan
mikils gagns. Móðir, sem er bund-
in af barni sínu daginn út og dag-
inn inn, hlýtur að verða þreytt og
ilítið skapstirð og þegar svo er
komið getur sambandið milli móð-
ur og barns orðið til ills eins. Um-
önnun góðrar barnapíu eða fóstru
á barnaheimili veitir hins vegar
meiri fjölbreytni í líf barnsins og
skapar því engan veginn öryggis
leysi.
En fáar reglur eru án undantekn
inga. Nú ber að hafa í huga, að
til eru þær mæður, sem eru þann-
ig af guði gerðar, að hugur þeirra
er alliir hjá barninu og heimilinu
— og þessar mæður eiga skil-
yrðislaust ekki að vinna úti. En
þeim húsmæðrum fer nú stöðugt
fjölgandi og eru án efa orðnar í
meirihluta, sem hafa ýmis áhuga-
mál önnur en börnin og heimilis-
störfin og þessum mæðrum er
nauðsynlegt að fá að vinna að á-
hugamálum sínum í stað bess að
vera bundnar heimilinu allan lið-
langan daginn. Börnunum er það
ekki til góðs að hafa mæður sínar
hangandi yfir sér sáróánægðar og
skapillar. Þeim er mest um vert
að njóta góðs og ástríks sambands
við móðurina — þó svo að það sé
ekkj nema stutta stund á degi
hverjum.
HÖLUN í SVIÞJÓÐ
Hinni athyglisverðu kvikmynd-
un Rogers Vadims á sögu Fran-
coise Sagan, „Höllin í Svíþjóð” er
nú lokið. Aðalhlutverk, hina úr-
kynjuðu hallarfrú og hinn
enn afbri^ðilegri bróður hennar.
leika hlu nýrisna hljómplötu-
stjarna, i'ancoise Hardy og J.
C. Brialc . í vor var allur hópur-
inn í La piandi við töku útisena,
innisenur eru teknar í París.
Einnig 'sefur verið tekið nokk-
uð af ú 'senum á Atlantshafs-
strönd Fiakklands, þar, sem heit-
ir Les Lands en landslag þar hef-
ur talsverðan svip af Lapplandi
eftir því, sem Vadim segir. Það
verður gaman að sjá hvað verður
úr hinu blygðunarlausa, en þó
I snotra leikriti á kvikmynd. Að
I minnsta kosti gefa þau tvö, sem
Vadim hefur í veigamestu hlut-
| verkunum, góðar vonir um, að
I mönnum muni ekki leiðast mynd-
in.
Francoise Hardy leikur
hina innilokuðu hallarfrú Ofeliu,
sem er vitskert og mágur greif-
ans táldregnur. —
Brialey hefur með höndum hlut
verk hins kynvillta bróður hall-
arfrúarinnar, sem fylgir henni
vegna þess, að þau eru afbrigði-
j lega bundin hvort öðru. Hann
j hjálpar henni — og ógnar henni
!— táldregur fyrri konu greifans
og ryður olskhuguni systur sinn-
ar úr vegi.
Menntamálaráðherra de Gaulle,
rithöfundurinn André Malraux, er
maður mjög snjallráður.
Einn liður í hinni miklu hress-
ingu, sem hann er að veita út-
liti Parísar er nýtt loft í Parísar-
óperuna, sem hann hefur fengið
Marc Chagall til að mála.
En vegna reiði margra Parísar-
búa vegna þessa, sem telja stíl
Marc Chagall alls ekki eiga við í
því umhverfi, lætur Malraux nýja
loftið vera nokkrum metrum und-
• ir því gamla — og þannig, að
það verður auðveldlega fjarlægt.
— Ef Parísarbúum líkar ekki
við það, tökum við það bara nið-
ur og setjum það á safn.
Frank Sinatra er kominn í
klípu einu sinni enn sem oftar.
Meðal hinna mörgu fyrirtækja
hans er spilavíti í Nevada.
Nú hefur honum verið tilkynnt,
að spilaleyfi hans verði afturkall-
að innan hálfs mánaðar, ef hann
verður ekki búinn að gefa full-
nægjandi skýringu á því, að hann
bauð hinum alræmda glæpamanni
Sam Giancana, einum af for-
sprökkum Cosa Nostra, til spila-
vítisins.
Stjórnarvöldin í Nevada hafa
lýst því yfir, að Giancana sé „per-
sona non grata,” það er að segja
„óvelkominn maður” þar í sveit.
Litið er á gestrisni Franks sem
mesta virðingarleysi fyrir lögum
fylkisins.
Josephina Baker er eins og j
kunnugt er, áköf baráttukona i '
jafnréctismálum kynþáttar síns.
En hún hefur samt mjög gaman
af að segja góðar negrasögur.
— Þær mega ekki deyja út,
segir hún.
Hér er sú nýjasta:
— Systur og bræður, byrjaði
gamli, góði negrapresturinn
ræðu sína sunnudagsmorgun einn.
Eg er hér með prédikun, sem er
fimm dollara virði. Eg er með
aðra prédikun, sem er tveggja !
dollara virði. Loks er ég hér með
pi'édikun sem er e^ns dollara
virði. Nú skulum við fyrst
láta samskotabaukinn ganga og
svo sjáum við hverja þeirra þið
eigið að fá.
0 16. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ