Alþýðublaðið - 29.10.1963, Page 3
1«
unz Kína
fær kjarnorkuvopn
TOKIO 28.10 (NTB-Reuter).
VaraforsætisTáðherra og utanrík-
isráðherra Kína, Chen Yi marskálk
Þrír lokððir
inni í námu
LENGEDE 28.10 (NTB-Reuter).
Nýsteiktum kjúklingr, úrslitum
knattspyrnuleikjanna í gær og
spilum var komið í gegnum námu-
opin til þriggja námuverkamanna
sem enn sitja innilokaðir í járn-
námu 90 metra undir yfirborði
áarðar í Lengede í V.-Þýzkalandi.
Þeir voru ekki látnir vita um
afdrif um það bil 40 félaga þeirra
sem eru taldir af. Talið er að þeim
verði bjargað eftir 2 daga.
Þrímenningarnir hafa skýrt frá
því í síma, að þeir hafi verið ró-
legir allan tímann meðan þeir
hafa beðið eftir hjálp. Þeir höfðu
verið 30 tíma í námunni þegar
tókst að ná sambandi við þá um op
á sunnudaginn.
Læknir, sem hefur talað við þre
menningana í símann taldi að þeir
væru við tiltölulega góða heilsu
Læknar telja, að ef þeir fá nægi
lega mikinn mat og drykk muni
þeir komast af þar til frekarí
hjálp berist til þeirra .
ur, sagði í dag að Kína stæði öðr
um iðnvæddum ríkjum langt að
baki og þess vegna kynnu mörg
ár að l'íða áður en Kínverjar gætu
reynt fyrstu kjarnorkusprengjuna.
— Enn munu líða mörg ár þar
til hefja má fjöldaframleiðslu á
slíkum sprengjum, en Kínverjar
munu reyna kjarnorkuvopn hvað I
sem það kostar, sagði hann.
Chen Yi köm fram með þessi
ummæli á fundi með japönskum
blaðamönnum, sem eru í heim-
só.kn í Peking.
Chen Yi marskálkur kvað tákn
fyrsta fl. stórveldis kjarnorkuvopn
og eldflaugar. Vegna álits Kína
sem stórveldis í fremstu röð
væri nauðsynlegt að gera kjarn-
orkutilraunir, auk þess sem Kín
verjar þyrftu kjarnorkuvopn til
landvarna. Eign kjarnorkuvopna
mundi ekki hafa áhrif á utanríkis
stefnu Kínverja, en án þeirra
yrðu Kínverjar að lúta í lægra
haldi fyrir Bandarikjamönnum.
Washington og Bonn, 28. okt.
(NTB - Reuter)
Þýzka konan ElVen Rometsch, sem
að sögn baudarísks blaðs í dag er
viðriðin mjög umfangsmikið kyn-
ferðishneyksli og njósnamál, hef-
ur ekkert samband haft við aust-
antjaldsríkin, sagði formælandi
vestur-þýzka Iandvarnaráðuneyt-
isins í dag.
Herinn í Dahom-
ey tekur völdin
Cotonou, Dahomey 28. okt.
(NTB - Reuter)
YFIRMAÐUR heraflans í Daho-
mey, Christopher Soglo ofursti, til-
kynnti í dag, að Hnbert Maga for-
seti hefði sagt af sér, að hann
sjálfur hefði tekið völdin í land-
inu í sínar hendur. Bráðabirgða-
stjórnin, sem mynduð var í gær og
þjóöþingið hafa verið leyst upp,
en önnur veröur skipuð í staðinn.
Ofurstinn hvatti almenning til
að vera á verði gegn ofbeldisverk-
um og skrílslátum. Hver sá sem
verður staðinn að því að standa
að slíkum verknaði verður skotinn
án dóms og laga. Hann hvatti þjóð-
ina til að gæta stillingar meðan
hin þjóðlega endumýjun ætti sér
stað.
í dag fóru mörg þúsund manns
í mótmælagöngu til forsetahallar-
innar og kröfðust þess, að Maga
forseti segði af sér. Undanfarið
hefur verið mikil ólga í Dahomey
og í gær tilkynnti Soglo ofursti, að
þing og stjórn Iiefðu verið leyst
upp.
Þetta átti að auðvelda lausn á-
standsins. Síðan var mynduð stjórn
þriggja manna í gær undir for-
sæti Maga. Hún lýsti yfir stuðn-
ingi við yfirlýsingu Soglos frá því
fyrr um daginn, en ofurstinn sagði,
að gerðar yrðu nauðsynlegar ráð-
stafanir til þess að lialda uppi
lögum og reglu.
Reykjavík, 28. okt. R. L.
SKIPSBROTSMENNIRNIR af
brezka togaranum Northern
Spray, sem strandaði undir
Grænuhlíð, í óveðrinu 23. októ-
ber sl., komu til Reyk:avíkur sl.
laugardag, eftir að hafa verið
veðurtepptir á ísafirði þrjá
daga. ítrckaðar tilraunir varð-
skipsins Óðins til að draga tog-
arann á flot, báru ekki tilætlað-
an árangur og munu fleiri
björgunartilraunir ekki reynd-
ar, þar sem vonlaust er taliff
með öllu að björgun megi tak-
ast.
Eins og fyrr segir strandaði
togarinn þann 23. október sl.
og skeði óhappið kl. 22, í roki
og stórsjó, Skipið steytti á
skeri þrem sjómílum innan við
Rit. Varðskipið Óðinn var þá
statt á Aðalvík og hélt þegar á
strandstað, er því hafi verið
tilkynnt óhappið. Það kom á
staðinn kl. 22.35 og lagðist við
akkeri skammt frá hinu strand
aða skipi. Þá voru einnig komn
Ir á strandstaðinn nokkrir
brezkir togarar og reyndi einn
þeirra, James Barrie að skjóta
línu yfir í Northem Spray, en
það mistókst. Hins vegar tókst
að skjóta línu frá Northern
Spray í James Barrie, en ekki
mun sú skotfimi hafa komið að
gagni. Aftur á móti settu þeir
varðskipsmenn út bát og
sigldu upp að hliðinni á tog-
aranum og tók skipshöfnina,
20 manns um borð í varðskipið
og flutti þá til ísafjarðar.
Við fréttum af komu skip-
brotsmannanna til borgarinnar
og fórum í gærkvöldi niður í
Hafnarbúðir þar sem þeir
héldu til.
Þar hittum við skipstjórann
P. S. Finty að máli stutta
stund, en þeir skipsbrotsmenn
vom á hraðri ferð, þar eð sjó-
mannadagsráð hafði boðið þeim
í bíó.
Við báðum hann segja okkur
hvemig þetta vildi til. Hann.
svaraði stutt og laggott:
— Það var slæmt veður,
myrkur og mikill sjógangur.
Meira get ég ekki sagt, þetta
er allt og sumt.
— Hvaðan er skipshöfnin?
— Við erum allir frá Grims-
by.
— Hvað eruð þér gamall?
— Ég er 29 ára.
— Hafið þér verið skipstjöri
lengi?
— Frá því ég var 21 árs.
— Og alltaf með þennan tog-
ara?
— Nei, ég hef verið með
marga togara.
— Og hvenær ráðgerið þið
að fara?
— Við fljúgum lieim í fyrra-
málið kl. 6, og nú er ég farinn
á bíó.
Haraldur Hjálmarsson, for-
stjóri Hafnarbúða tók það fram,
að Bretarnir hefðu komið sér-
staklega vel fram, eða í einu
orði sagt, eins og sannir „séntil-
menn”, og bæri þó skipstjórinn
af þeim öllum. Þeir gistu flestir
í Hafnai'búðum, eða 17, en
þremur varð að koma fyrir á
City Hótel. Sjómannadagsráð
þeirra hér í Reykjavík. Myndin
er af nokkrum skipbrotsmanna.
(Mynd: JV)
13 BJÖRGUÐUST UR NAMU
BJARTSÝNI fyrir
FUND UM sahara
Jóhannesarborg, 28. okt.
BJÖRGUNARMENN komust í
samband við 13 menn, sem voru
innilokaðir í námulyftu, sem í dag
féll 1463 metra niður í náiuuopi í
einni ríkustu gullnámu heims, um
80 km. vestur af Jóhannesarborg.
Björgunarmennirnir létu sig
fyrst síga niður í lyftu og komust
að raun um, að þeir gátu ekki náð
sambandi við verkamennina. Þeir
sneru því aftur upp á yfirborðið,
náðu í planka og annan útbúnað og
lögðu bráðabirgðabrú, sem verka-
mennirnir klifruðu um og upp í
lyftuna. Því næst voru þeir hífð-
ir upp á yfirborðið.
í annarri lyftukörfunni voru 55
verkamenn, í hinni 20. Seinna kom
í ljós, að það voru aðeins 13 í ann-
arri. Allir verkamennirnir í fyrr-
nefndu körfunni sluppu ómeiddir
eftir að karfan var stöðvuð með
varaliemli á 304 metra dýpi. Karf-
an með verkamennina 13 hélt á-
fram allt niður í 1463 metra dýpi.
MARRAKESH, Marokkó 28.10
(NTB-Reuter). Nýir bardagar brut
ust út á landamærum Afsír og
Marokku í dag. Jafnframt bjó
Hassan Marokkókonungur sig und
ir förina til Bamako í Mali þar
sem liann mun hitta Ben Bella
forseta Alsír að máli í þvl skyni
að reyna að finna l'ausn á deilu rikj
anna.
í Algeirsborg sagði Ben Bella
í útvarpsræðu í kvöld, að hann
væri viss um, að ráðstefnan í
Bamako mundi leiða til friðar.
— Við förum bjartsýnir til
Bamako. Árás Marokkómanna hef
ur styrkt þjóðlega einingu okkar,
sagði hann.
Ben Bella sagði einnig, að deil
an við uppreisnramennina í Kabý-
líu, Mohand ou el Hadj ofursta og
Hocine Ait Ahmed væri leyst.
í útvarpsræðu í Rabat lét Hass
an konungur að sögn AFP í Ijós
hóflega bjartsýni með tillit.i til
möguleikanna á samkomulagi.
— Við vonum að viðræðurnar
í Bamako hafi jákvæðan árangur
í för með sér, vegna framvindunn
ar, sem ástandið hefur tekið, tök-
um við á herðar mikla sögulega á
byrgð, sem mikla þýðingu mun
hafa fyrir ókomnar kynslóðir.
— Nauðsynlegt er, hversu svo
sem vandamálin og erfiðleikarnir
eru miklir, að þjóð vor gangi stað
föst og samhent á veginum, sem
Framh. á 5. síðu
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 29. okt. 1963 3