Alþýðublaðið - 29.10.1963, Page 16
mWVWVWWWVMWVWWWVWWVWWmWVWWWWWMMWWWWWWHWM
ÞAÐ lá brezkt veðurskip
við Ingólfsgarð rétt eftir há-
degið í gær. Þegar blaðamaun
og Ijósmyndara Alþýðublaðsins
bar þar að átti að fara að leysa,
en sagt er, að Bretar séu þolin-
móðir og flasi ekki að neinu,
og það sannaðist enn einu sinni
í gær, og þess vegná náðum
við í stutt viðtal við skipstjór-
; ann, J.W. Clark.
Hann sagði okkur, að skip-
ið héti Weather Reporter. Veð-
urathuganir á liafinu eru tald
ar til alþjóðaþjónustu, og eiga
Bretar 4 veðurskip sem öli
stunda veðurathuganir á At-
lantshafsstöðvum. Öll þessi
skip bera nöfn, sem hefjast á
„veður.“
— Þegar þið heyrið sagt i
veðurlýsingum, að veðurskipið
Alfa eða veðurskipið Bravó sé
statt á tiltekinnj breiddar- og
lengdargráðu, þá er ekki átt
við nafn veðurskipsins, heldur
svæðið sem það stundar athug-
anirnar á. Hafinu er skipt í
svæði, sem afmörkuð er með
breiddar- og lengdargráðum og
er vanalega eitt skip á hverju
svæði í einu. Við köllum svæð,
in yfirleitt stöðvar og ein stöð
in er merkt A (Alfa), önnur B
(Bravó) o.s.frv. Núna komum
við t.d. til Reykjavíkur frá Alfa
sem er svæðið miðja vegu milli
íslands og suðurodda Græn-
lands. — Atlantshafi er skipt
í austur- og vestursvæði. Á
austursvæðinu eru evrópsk
skip við ve.ðuratliuganir, en
Bandaríkjamenn sjá um vest-
ursvæðið.
— Hverra þjóða eru-Evrópu-
skipin?
— Tvö eru! hbllenzk, tvö
frönsk og tvö norsk.
— Eru þau ekki fleiri?
— Ekki sem ég veit um.
— Hvar eiga brezku veðurat
hugunarskipin heimahöfn?
— Þau eru öll frá Greenoek
í Skotlandi. Við erum all;r
Skotar hér um borð, segir
Clark brosandi.
— Hve margir eru á skip-
inu?
— 57 og á hinum skipinu eru
álíka margir. Áhöfnin sjálf er
40 menn, en auk þess höfum
við um borð 7 veðurfræðinga
og 10 loftskeytamenn.
— Hve lengi ert þú búinn
að vera á veðurskipum, Clark?
— Það er rétt um 9 ár, en
þar af hef ég ekki verið skip
stjóri nema ár.
— Er þetta ekki leiðigjarnt
6tarf?
J.W. Clark (Myndir; J.V.)
— Jú, það getur stundum ver
ið þreytandi. Maður verður að
skemmta sér við eitthvert tóm
stundagaman. Þetta er mitt,
segir hann brosandi og bendir
um leið á málverk, sem hangir
á veggnum í íbúð hans. Ég
fæst við aS mála, bætir hann
við.
— Og við hvað skemmta hin
ir sér?
— Þegar þeir eiga frí frá
stritinu, spila þeir mikið og
liafa uppi alls konar grín. Einu
sinni í viku er sýnd kvikmynd
um borð. Og svo lesum við
mikið.
— Hafið þið gott bókasafn?
— Já, ágætt safn. Brezka sjó
mannasambandið sér okkur
alltaf fyrir bókum. Við skilum
því sem við erum búnir að lesa
þegar við komum í land og fá
um þá nýjar bækur í staðinn.
— Hve löng er útivistin hjá
ykkur?
— Það er alveg fastákveðið.
Við erum 24 daga á hverri stöð
cn þar við bætist siglingin
hciman og heim. Það er svolít
ið misjafnt, hve langan tíma
hún tekur, vanalega svona
fjóra eða fimm daga.
— Hve lengi eruð þið svo
heima á milli?
— Það er ekki hægt að segja
til um það upp á dag, en að
meðaltali liggjum við venju-
lega liálfan mánuð í höfn. Sjald
an eða aldrei skemur en tólf
daga.
— Þeir, sem ekki eiga
lieima á sama stað og skipið,
geta þá farið heim í frí milli
ferða.
— Já, en þeir eru fáir. Eins
og ég sagði áðan eiga öll brezku
veðurskipin heimahöfn í Green
ock, og langflestir af áhöfn
og starfsliði eiga þar heima.
Þetta er þeirra atvinna og þess
vegna langeðlilegast að svo sé.
— Komið þið ekki stundum
til annarra hafna?
— Það er ekki oft en þó
kemur það fyrir, ef sérstaklega
stendur á. Þá leitum við til
þeirra hafna, sem næstar eru
svæðinu, sem skipið fæst við
athuganir á hverju sinni.
— Hvers vegna komuð þið
hingað til Reykjavíkur núna?
— Okkur vantaði olíu. Það
var of langt fyrir okkur að
fara heim og sækja hana, en
tíminn okkar á Alfa var ekki
útrunninn. Vanalega fyllum
við alla tanka af olíu heima, en
nú stóð þannig á, að norskur
togari sem var á svæðinu
milli íslanjds og Græmlands,
bað okkur um aðstoð, af því
Framh. á 11. síðu
yHMWMWWWWWHWWWVWWWWIMWWWWHIWMWWWWWWWWHWtWWWMWWMHWMW
HÁSKÓLAHAPPDRÆTTIÐ HEFUR
GREITT 200 MILLJÓNIR:
IVÖFALDAR NÚ
VINNINGAFJÖLDA
Reykjavík, 28. okt. — KG
UM næstu áramót hefur Happ-
drætti háskólans starfað í 30 ár.
Á þessu tímabili befur happdrætt-
ið greitt um 200 milljónir króna í
vinninga þar af á þessu ári um
30 milljónir. Tekjur af happdrætt-
inu á þessu tímabili eru um 40
milljónir. Um næstu áramót verða
gerðar nokkrar breytingar á starf-
semi happdrættisins og var frétta-
mönnum skýrt frá þeim í dag.
Helzta breytingin er sú, að nú
verður gefinn út aúkaflokkur með
sömu númerum og fyrir eru frá 1
og upp í 60.000. t framkvæmd
verkar þessi viðbót þannig að '
annað hvort verða tveir lieilmiðar
á hverju númeri eða fjórir hálf-
miðar. Allir fjórðungsmiðar verða I
lagðir niður og í stað þeirra gefn- .
ir út hálfmiðar. ^
Jafnframt útgáfu aukaflokksins
tvöfaldast upphæð vinninga og
verður fjöldi þeiiTa nú 30.000 í
stað 15.000 áður. Útkoman verður
sú að eigi einhver tvo heilmiða
Alvarlegt slys
á Akureyri
Akurcyri, 28. okt. GS - ÁG
HÉR var'ð alvarlegt umferöaslys
klukkan 14.08 á sunnudag. Fimm
ára gamall drengur, Haukur Ste-
fánsson, Hafnarstræti 20, varð
fyrir fólksbifreið við húsið Hafnar
stræti 25. Haukur mun hafa slas-
ast mjög mikið, og var hann fluttur
á sjúkrahús. Hann mun liafa veriff
meðvitundarlaus effa meffvitundar-
lítill í dag.
Stephan Thomas
talar í dag
Kl. 5.30 í dag flytur Stephan
Thomas framkvæmdastjóri V.-
þýzka Sooial-Demokrataflokksins
og einn af affalráögjöfum Bonn-
stjórnarinnar í málefnum austan
járntjaldslandanna, erindi í húsa-
kynnum Háskóla íslands ura. „Ger
many between east and west“. Er-
indiff verður flutt á ensku og er
öl'lum heimill aðgangur. |
með sama númeri, liefar hann
möguleika á að vinna 2 miUjónir
á það númer.
Framhald á 5. síffn.
IMWWWWWMWWWMWW
Rúml'ega tvítugur maður
fannst látinn í gær við Bæj
arsjúkrahúsið í FossvogL
Var þetta skömmu eftir há
dcgi, og lá hann á skyggni,
sem er yfir einum dyrum
sjúkraliússins. Er betur var
að gáð kom í Ijós, aff hann
hafði falliff ofan af efstu
hæff hússins, þ.e. af 14. hæð.
Þar Iiafði hann skilið eftir
yfirhöfn sína, gleraugu og
fleira. Menn, sem voru að
starfa við húsið fundu mann
inn, nokkru eftir að þeir
komu úr mat. Ekki höfðu
þeir orðiff varir við hann
fyrir hádegi, þannig að ætla
má, að atburffurinn hafi átt
sét* staff í matarúímanum.
Maður þessi hefur ekki geng
iff heill til skógar aff und-
anförnu.