Alþýðublaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 1
IHKÍHIG) 44. árg. — Laugardagur 23. nóvember 1963 — 250. tbl. Hinn frjálsi heimur skelfingu losfinn: DAULAS, Texas, 22. nóvember. — (NTB-Reuter). JOHN F. KENNEDY, hinn 46 ára gamli forseti Bandaríkjanna var myrtur í miðju verzlunarhverf- inu í Dallas, í Texas, í dag. Hann var á leið til sjúkrahúss, þar sem hann átti að halda ræðu. Kúla tilræðismannsins hæfði hann í hægra gagnaugað. Hann féll meðvitundarlaus fram yfir sig. Honum var þegar ekið á sjúkrahús, þar sem hann andaðist um hálftíma síðar, Iaust fyrir kl. 19, án þess að komast til meðvitundar. Kíkisstjórinn í Texas, John Con- nally, sem einnig var í bílmun, saerSist á höfði og úlnlið og var gert að sárum hans á s'úkrahús- inu. Hann mun vdra alvnrlega særður. Frú Jacqueline Kennedy sat hjá manni sínum í hinni opnu bifreið þegar manni hennar var ráðinn yfir sig í bílnum heyrðist hún stynja lágt. Hún var miður sín af sorg en róleg. Hún sat kyrr og hélt höfði manns síns í kjöltu sér, meðan bif,- reiðinni var ekið í flýti til Park- land-sjúkrahússins. Þar gáfu læknar honum blóð, en allt kom fyrir ekki. Forsetinn lézt Þessi mynd er tekin augnabliki áður en Kemiedy forseti fékk riffilkúlu í gegnum höfuðið. Þarna I situr hann í hinni opnu bifreið sinni og brosir til fólksins, sem stendur beggja vegna götunnar • Alþýðublaðið fékk myndina símsenda seint í gærkvöldi frá Dallas, Texas. bani. i án þess að komast til meðvitundar. Þegar maður hennar hné fram | Framh. á 11. síðu LYNDON B. JOHNSON 36. FORSETI BANOARlKJANNA DALLAS, Texas, 23. nóv. ntb-rt. Lyndon Baines Johnson vann eið að stjórnarskránni sem 36. for- seti Bandaríkjanna í flugvél á flug Velli skammt frá Dallas í Texas stuttri stundu áður en hann hélt H1 Washington. í sömu flugvél var lík hins látna Síðustu fréttir: LÖGREGLAN í Dallas haudtók í gærkveldi 24 ára gamlan mann, Lee Harvey Oswald að nafni, sem grunaður er um að vera riðinn við morð Kennedys forseta. Eftir langa yfirheyrslu í gærkvöldi neit- Uði hanri þó að eiga nokkurn þált í morðinu. Oswald var handtekinn í kvik- myndahúsi, þar sem starftífóTki þótti hegffun hans einkenniljeg. Var það skammt frá þeim stað, þar sem lögreglumaður var skot- Snjl til bana rétt eftir morð for- setans. Oswald líkist einnig manni, Sem á að hafa sczt í nágrenni hús- ins, þar sem launmorðingin var. Lögrjeglan hefur fundið riffil með sjónauka á bak við bækur á 3. hæð hússins, þar sem moröing- inn beið forsetans. Riffilfinn er japanskur, en byggingin er geymsla fyrir skólabækur. Oswald þessi flúði til Sovétríkj- anna 1959, kvæntij'if rúspmeskri konu og slarfaði í verksmiðju í Minsk 1959—1962. Þá sneri hann aftur heim til Bandaríkjanna. Hef ur hann verið kunnur að stuðningi við Castro á Kúhu og formaður samtakanna „Fair Play for Cuba“ eða Sanngirni við Kúbu. m forseta flutt tii höfuðborgarinnar. Samkvæmt bandarísku stjómar- skránni nægir, að venjulegur fiið- dómari lesi eiðstafinn fyrir forset- anum. Friðdómarinn, sem þetta gerSi, var kona. Er þetta í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna að kona vinnur þetta verk. Það var áliðið kvölds, þegar Johnson, liinn nýi forseti, kom til Andrews-flugvallarins í grennd Washington. Heiðursvörður bar lík kistuna frá þotunni til sjúkrabif- reiðar, sem flutti hana til sjúkra- húss flotans í Bethesda í Mary- land. Líkkistan verður sennilega flutt til Hvíta húsins í dag, laug- ardag. Frú Jacqueline Kennedy og bróð ir forsetans, Robert Kennedy dóms málaráðherra, fóru til sjúkrahúss flotans. Hermenn og flugmenn gættu þess, að enginn færi inn á svæðið umhverfis flugvöllinn. Þús Framh. á 15. síöu *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.