Alþýðublaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 7
Jólabækur Skuggsjár SEGÐU ENGUM eftir Hönnu Kristjónsdóttur, er ný bók, eftir hina vinsælu skáldkonu, sem fyrir tveim árum sendi frá sér bókina ÁST Á RAUÐU LJÓSI. Sú bók varð fádæma vinsæl og seldist upp á örskömmum tíma. SEGÐU ENG- UM er Reykjavíkursaga og fjallar um ungt fólk, ástir og fjölskyldu vandamál. Enginn vafi' er á, að margir vilja kynnast þessari nýju bók hinnar ungu skáldkonu. Eftir Elínborgu Lárusdóttur kemur skáldsagan EIGI MÁ SKÖP ! UM RENNA. Er það ættarsaga og efni hennar sótt aftur á 18. öld. j Óðnim þræði er hér um að ræða sanna lýsingu á þjóðháttum og ald j arfari 18. aldarinnar og hugsana-, lífi fólks þess tíma. Að hinum er j hér um að ræða hrífandi ástar- íögu, með skýrum og fastmótuð- um persónulýsingum, heitum ástríðum og miklum átökum. Við kynnumst sögupersónum liðins tíma, lífi þeirra og örlögum, gleði og sorg í amstri daglegs sveitalífs, við hinar erfiðustu aðstæður. Andrés Kristjánsson ritstjóri hefur tekið saman bók um hið víð iræga Geysisslys. Heiti bókarinn- ar er GEYSIR Á BÁRÐARBUNGU og segir þar á látlausan en skýr- an hátt frá þessu slysi, sem vakti ^tlllllllllllllllllllUIIIII i iii ii ■■1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu111111111111111111111111iiiii 111111111111111 iiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiutr t >f- SYNDIR FEÐRANNA í GAMLA BÍÓI >f Gamla bíó: Syndir feðranna. Amerísk. Edmund Grainger leikstjóri. Líkleg til vinsælda. Bandaríkjamenn eru sér- fræðingar í sköpun mynda um yfirstéttaluxus, og gera þeim hlutum oft slik skil, að ið- kvæmum sálum verður hrein opinberun og aflgjafi til afreka á því sviði. Texas er hinn verðugasti vett vangur slíkrar myndsköpunar enda óspart notað. Þar gerist t.d. myndin „Home from the Hill“, sem Gamla bíó eýnir nú, svo og nokkrar aðrar, sem náð hafa vinsældum hér að undan- förnu. Á tjaldinu sjáum við ríka manninn, son hans — og laun- son — konu — og hjákonur — kokkála og reiða feður, ásamt nokkrum svertingjum, sem vinna. Ki m M W§ A M lí u\i ii m IK\ Haldið ekki að þessi upptaln ing sé til þess gerð að sýna fram á algjöran óskapnað þess arar myndar, langt frá því. Margir hlutir í þessari mynd eru ágæta vel gerðir, já, svo unun er á að horfa. En úr- vinnsla efnisins er yfirborðs- kennd og til eru þarna atriði, sem mitt í öllum harmleiknum valda hlátri, er sízt skyldi (t.d. er bróðirinn kemur til þess, sem aldrei var viðurkenndur, og fær þar hlýjar móttökur. Það atriði er eyðilagt með yfir borðsmennsku og smekkleys- um). Leikur er mjög misjafnt út- færður og hlutverk ekki öll nógu sterk mótuð, á ég þar einkum við hlufiverk Robert Mitchum, sem er illa gert og lélega með farið. Aðrir leikarar svo sem Elean or Parker, leika vel, sömuleið i§ Georgarnir Peppard og Ham ilton. Mín niðurstaða af þessum hugleiðingum verður þessi: Það er hægt að gleypa þessa mynd í sig gagnrýnislaust og hafa af henni allverulegt yndi en hún er ekki nógu djúpstæð nógu héilsteypt. Bíóið hefur látið setja is- lenzkan texta við myndina og er hann myndinni til verulegs framdráttar. .— H.E. <4l «MMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiniiii lillliniiiiii■ ■■ ■iiimiiiiii 1111111111111111111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii immimiitm immmiimi immimmmm^. svo mikla athygli jafnt innan | lands sem utan. Sagt er frá slys- | inu sjálfu, hinni miklu og vel skipulögðu leit, hinni almennu gleði, sem greip um sig, þegar fréttist að áhöfn vélarinnar var heil á húfi og loks frá hinni und- ursamlegu björgun áhafnar flug- vélarinnar. Ennfremur segir frá ævintýralegri björgun farangurs- þess, sem flugvélin flutti og loks segir frá björgun skíðaflugvélar- innar, sem festist á jöklinum og var þar vetrarlangt. Skýrt er frá ferðum hinna ýmsu leitarflokka og koma því margir hér við sögu. í bókinni er mikill fjöldi mynda, bæði af slysstaðnum og frá því er leitarmenn og áhöfn vélarinnar komu til Reykjavíkur. VILLIBLOM I LITUM eftir Ingimar Óskarsson grasafræðing, er ný bók í bókaflokknum „Úr ríki náttúrunnar". Hér er um að ræða litmyndir af flóru íslands og hinna Norðurlandanna, en íexti Ingimars er sniðinn fyrir ís- lenzka staðháttu. Sagt er í hvern ig jarðvegi plantan vex, hve há hún er, hvenær hún blómgast, og VANDAMÁL LANDBÚNAÐARINS ÞEGAR ég tók sæti á Alþingi fyrir u. þ. b. 17 árum, vakti það fljót- lega athygli mína, að umræður um landbúnaðarmál höfðu á sér sér- kennilegan blæ. í því sem næst hvert skipti, sem landbúnaðarmál komu til umræðu — og það var sannarlega okki sjaldan — var eins og þingfundurinn breyttist skyndilega í kosningafund í sveit. Sveitakjördæmaþingmenn úr Framsóknarflokknum og Sjálf- stæðisflokknum kepptust um að lýsa sem hávænistu fyigi sínu við allt, sem verða mætti landbúnaði til eflingar og bændum til kjara- bóta. Hvort sem um var að ræða jarðræktarstyrk eða byggingar- styrk, rafmagnsverð eða úthlutun á landbúnaðarjeppum, vegarspotta á Vestfjörðum, símalínu á Norður- landi, brú á Austurlandi eða skóla- byggingu í sveit á Suðurlandi, þá þurfti venjulega heill hópur þing- manna úr Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum að láta í Ijós ást sína á landbúnaði og auð- sýna bændum umhyggju sína. En alltof oft vildi það við bregða, að rödd skynseminnar þagnaði í þing salnum um leið og kapphlaupið um bændafylgið hófst þar. Það er næstum ótrúlegt, hvernig greind- armenn liafa gersamlega ruglazt í ríminu, þegar þeir hafa þurft að taka afstöðu tíl landbúnaðarmála eða tala um þau. Þá hefur viljað hlaupa í þá einhvers konar tilfinn ingahiti, sem valdið hefur því, að dómgreind ruglast, rétt eins og landbúnaður sé ekki atvinnuvegur eins og sjávarútvegur og iðnaður, heldur einhvers konar listgrein, scm ekki þýði að reyna að ræða um með rökum, heldur verði að vega og meta á mælikvarða til- finninga og svo sjálfsagt að styrkja, að það jaðri við menning- arfjandskap að tala um fjármál i því sambandi. Athugulir menn hafa í áratugi veitt athygli þeirri sérstöðu, sem umræður um landbúnaðarmál hafa haft á Alþingi, kappinu og hitan- um, sem þeim hefur venjulega fylgt. Þetta hefur án efa verið einn af mörgum fylgifiskum ranglátr- ar og óheilbrdgðrar kjördæma- skipunar, baráttu Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins hlaup um fylgi fólks í sveitakjör- dæmum. 20. öldin hefur verið öld iðnvæð ingar, ekki síður hér á íslandi en í öðrum nálægum löndum. Iðn- væðingin er ekki hvað sízt fólgin í því, fólk flyzt frá landbúnað- arstörfum í ýmiss konar iðnaðar- störf, úr sveitum til bæja. Fram- leiðni vinnunnar hefur reynzt miklu meiri í vélvæddum iðnfyr- irtækjum en hún er yfirleitt í landbúnaði, þótt þar hafi einnig átt sér stað vélvæðing og aukin vinnuhagræðing. Þessi aukna fram leiðni nýrra iðngreina hefur verið eftir Gylfa Þ. Gíslason um tiltölulega fá bændaatkvæði í litlum sveitakjördæmum. En þetta hefði átt að breytast til batnaðar með breyttri kjördæmaskipun. — Bændur hafa ekki lengur þau úr- slitaáhrif á skipun Alþingis, sem þeir höfðu fyrir áratugum. Þess vegna ætti freistingin til þess að breyta þingfundum í framboðs- fundi í litlum sveitakjördæmum að hafa minnkað. En ýmsir þing- menn virðast í þessu efni sem fleirum lifa og hrærast fullt eins mikið í fortíðinni og nútíðinni. Þeir hafa enn ríka tilhneigingu til þess að móta umræður á Alþingi líkt og þar sé um að ræða kapp- höfuðorsök aukins hagvaxtar og síbatnandi lífskjara. Batnandi lífs- kjör leiða og ekki til þess, að menn auki neyzlu sína á landbún- aðarvörum í hlutfalli við tekju- aukningu sína. Af þessu hvoru- tveggja hefur hvarvetna leitt mik- ið efnahagslegt og félagslqgt vanda mál. Svo að segja hvarvetna hefur þurft að veita landbúnaði vernd og stuðning til þess að hann geti látið framleiðendum landbúnað- arvöru i té viðunandi lífskjör, auk þess sem einstök ríki hafa af eðli- legum ástæðum ekki viljað láta landbúnaðarframleiðslu sína fara niður úr vissu marki af öryggis- ástæðum og fólksfækkun við land- búnaðarstörf ekki verða óeðlilega hraða, af félagslegum ástæðum. í áratugi hefur þetta verið al- þekkt og þrautrætt vandamál í efnahagsmáium og félagsmálum um allan hinn vestræna heim, og raunar ekki síður í Sovétríkjun- um eftir bolsévika-byltinguna þar 1917 og í öðrum kommúnistaríkj- um eftir beimsstyrjöldina síðari. Vandamálið hefur verið rætt fram og aftur. Það er alviðurkennd stað rcynd, að landbúnaðurinn stendur yfirleitt höllum fæti miðað við iðn aðinn. Fólkið, sem , iðnaðurinn þarfnast til arðbærra starfa, vinn- ur við miklu óarðbærari störf í landbúnaði, en flutningurinn milli starfsgreinanna er mikið félags- legt og efnahagslegt vandamál og raunar menningarlegt líka, því að ekki er aðeins um að ræða flutn- ing milli starfsgreina, heldur einn- ig milli dreifbýlis og þéttbýlis. Það, sem ég hef séð og heyrt af skrifum og umræðum um þessi mál í nálægum löndum, hefur borið þess ótviræðan vott, að öll- um er vandamálið ljóst í megin- atriðum, þótt mönnum geti sýnzt sitt hvað um, hvort liafa eigi opin- ber afskipti af þeirri þróun, sem er að eiga sér stað, og þá hver þau skuli vera. En ég minnist þess 1 ekki að hafa séð eða heyrt þetta i vandamál rætt annars staðar eins ; og það sé að einhverju leyti allt) annars eðlis en önnur efnahagsleg | og félagsleg vandamál, hvað þá að því sé beinlínis neitað, að vanda- málið sé til. Á íslandi virðist þetta þó eiga sér stað. Á íslandi virð- Framh. á lJ. siðu í stórum dráttum hve útbrekhl hún er. Sérstaklega er þess getifi? ef plantan vex í einhverjum sér- stökum landshluta. í bókinni eria litmyndir af 667 tegundum nor- rænna jurta og greinagóðar lýsing ar á þeim öllum. Er þetta því til- valin bók fyrir alla þá, sem kynna vilja sér villigróður íslands og hinna Norðurlandanna. Eftir Lúðvík Kristjánsson kém- ur síðara bindi af ævisögu Þor- láks Ó. Johnson ÚR HEIMSBORG í GR J ÓTAÞORP. Þorlákur Ö. Johnson var mikill umbóta- og hugsjónamaður og má iiann telj- ast faðir frjálsrar innlendrar verzlunar. Saga Þorláks Ó. John- son er jafnframt brot af þjóðar- sögunni á síðari hluta 19. aldar. Hann var einn nánasti samstarfs- maður Jóns Sigurðssonar forseta, og lagði fyrir hann margs konai' tillögur um íslenzk framfaraefni og var í senn framsýnn og hug- myndaríkur. KÖKUR MARGRÉTAR eftir Margréti Jónsdóttur er lítil og handhæg bók, samin af konu sem. í hart nær 40 ár hefur bakað kök: ur í eldhúsinu heima hjá sér og: selt þær Reykvíkingum. Margrét vill miðla öðrum af þekkingut sinni og mikilli reynslu, og því er bókin til orðin. Alls eru hér 90 uppskriftir og er í bókinni að finna hvernig bezt er að búa til ýmsar kökur og kex, stórar kökur og tertur, smákökur, krem og: mauk. Bókin er prýdd myndum. Tvær hinna vinsælustu er- lenara skáldkvenna, sem bækur hafa átt á íslenzkum bókamarkaði undanfarin ár, eru Theresa Charl- er- og Margit Söderholm. Eftir þær báðar korna nýjar bækur nú, KARÓLÍNA Á HELLUBÆ eftir* Margrit Söderholm, er sænsk. herragarðssaga, skrifuð í sama stiL og fyrri Hellubæjarbækur höfuntf arins, en bók Theresu Charles heit: ir LOKAÐAR LEIÐIR. Er hún. eins og fyrri bækur hennar spemx aridi ástarsaga. Eftir danska Græ» landsfarann, ferðalanginn og rit— iiöfundinn Ejnar Mikkelsen, skip- stjóra, kemur ný bók, FERÐ -t LEIT AÐ FURÐULANDI. Eftir Mikkelsen kom i fyrra út bókin, Framh. á 13. síðu ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 23. nóv. 1963 f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.