Alþýðublaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 11
Kennedy myrtur Bikaramir 37, sem keppt verð ur um á Afmælissundmóti Ármanns. T - ' eztu sundmenn Norðmanna keppa á Sundmóti Ármanns SUNDEILD Ármanns heldur sitt árlega sundmót næstkomandi mánudag og þriðjudag í Sundhöll Beykjavíkur og hefst kl. 8.30 s.d., og er það liður í 75 ára afmælis- hátíð félagsins. Guðmundur Gíslason AÐ það hafa aðeins Norður- landabúar orðið Evrópu- meistarar í stangarstökki siðan 1938? Fyrirhuguð var, eins og fram hefur komið í einu dagblaði bæj- arins, heimsókn flokks frá Austur- Þýzkalandi, en austur-þýzkir hafa tvisvar áður komið hingað til keppni, og Sundeild Ármanns sent fjórum sinnum ílokk utan. Hafa þessi skifti verið mjög ánægjuleg fyrir báða aðila. Var búið að und- irbúa komu þeirra að miklu leyti, en þegar til kom, fengu þeir hvorki áritun á vegabréf hér heima, né er iendis, vegna einhverja pólitískra or.aka. Er mjög leiðinlegt að blanda pólitík inn i samskipti í- þróttamanna, og er það verkefni fyrir íþróttasamböndin að mót- mæla þessu harðlega. Þetta er þó ekki einsdæmi og má nefna í því sambandi þátttöku Austur-Þjóðverja á Holmenkoll- enmótinu, svæðamóti í skák og nú siðast heimsmót skíðamanna í Frakklandi. ★ NORÐMENN KOMA Þar sem nú var mjög liðið að i þeim tíma þar til mótið átti að vera var orðinn mjög stuttur tími i tíl að útvega menn frá öðru landi. Samt sem áður hefur okkur nú tekist að útvega tvo sundmenn frá Noregi og eru þeir Jolin Vengel, en hann var Norðurlandsmeistari í 1500 m. skriðsundi og var fjórði í 400 m. skrið'undi, og Jan Erik Korsvald, en hann var næstur ó undan Guðmundi Gíslasyni í 200 ! m. baksund,i á Norðurlandameist- a'amótinu, og auk þess er hann góður skriðsundi. Á mótinu verð- ur keppt í 18 einstaklingsgreinum og 4 boðsundum og eru þar skráð- ir til keppni milli 50—60 keppend- ur og þar á meðal allir beztu sund menn landsíns. Má búast við mjög skemmíilegri keppni í mörgum þeirra. Keppt verður um 4 farand- bikara auk þess. að bikar verður se fyrstu verðlaun i hverri grein. Alls er því keppt um 37 bikara. Frá Ármanni.) Davíð Valgarðsson, IBK. Framhald af ' sfðu Fréttin um morð hins 46 ára forseta kom eins og reiðarslag hvarvetna í heiminum. Alls staðar rufu sjónvarps- og útvarpsstöðv- ar dagskrár sínar til þess að segja frá morðinu. Kennedy forseti lézt um það bil hálfri klukkustund eftir að á hann var skotið. Er bilaröð með forset- anum og fyigdarlið hans fór fram hjá undirgöngum, þar sem þrír akvegir mætast í Dallas var skot- ið þremur skotum að bíl hans og hæfði eitt þeirra Kennedy forseta í höfuðið. Hann lézt kl. 19.00 eft- ir ísl. tíma. Yfirmaður bandarísku alríkis- lögreglunnar (FBI), J. Edgar Hoov- er, hefur boðið út allt lið lögregl- unnar til þess að taka þátt í leit- inni að morðingjanum eða morð- ingjunum. Kennedy lézt án þess að komast til meðvitundar. Frú Kennedy var við hlið hans, þegar hann andað- ist. Hún kom út úr skurðstofunni og virtist fullkomlega róleg. Að sögn bandaríska vítvarpsfé- lagsins hefur lögreglan gert upp- tækan Mauser-riffil. Hann var með sjónauka og fannst við glugga þaðan sem skotið var. Fundizt hafa þrjú tóm skot- hylki. Lögreglan hefur einnig fund ið pappírsstranga, sem launmorð- inginn hefur sennilega notað til þess að styðia riffilinn. Skotið hæfði Kennedy í hægra gagnaugað, en Conally fékk skot í höfuðið og handlegg. Lík forsetans var seinna flutt frá sjúkrahúsinu. Frú Kennedy sat við hlið látins manns síns. í fylgd með sjúkrabílnum voru 2 lögreglumenn á vélhjólum. Bandaríska þjóðin er miklum harmi slegin vegna þess, sem hef- ur gerzt. Hvarvetna í Washington söfnuðust miklir hópar fólks sam- an á aðalgötum og grafarþögn ríkti þegar fréttin um lát Kennedys varð kunnugt. Fulltrúadeildin hætti strax um- ræðum og þingfulltrúar voru harmi slegnir, þegar fréttin barst frá Dallas. Læknarnir á Parkland-sjúkra- húsinu segja, að Kennedy hafi lát- ist af sárum í hnakka og gagn- auga. Sennilegt er, að sárin hafi hlotizt af sömu kúlunni, en verið getur að tvær kúlur hafi hæft hann, segja læknarnir. Flugvélin með lík hins látna forseta var væntanleg til Andrew i flugvallar skammt frá Washington í gærkvöldi. Edward Kennedy öldungadeild- arþingmaður og systir forsetans, Eunice Schriver, héldu strax til Dallas í flugvél er fréttin um morð ið barst til Washington. : Robert Kennedy dómsmálaráð- herra tók sér einnig far með flug- vél til Ðallas. Edward Kennedy sat á fundi í öldungadeildinni, þeg- ar hann fékk fréttina um andlát bróður síns. Hann, sem er forseti öldungadeildarinnar, lagði forseta- hamarinn rólega frá sér og gekk út úr öldungadeildinni, án þess að mæla orð frá vörum. Seinna sagði Erich Kaminski úr alríkislögreglunni, að vopn morð- ingjans væri ekki rifill af gerð- inni Lee-Enfield eins og fyrst var talið. Hér væri um að ræða kröft- ugan Mauser-her-riffil með lilaup víddinni 25 cal. og búinn sjón- auka. Allt fólk, sem var í bygging- unni, þar sem launmorðingjarnir héldu sig, var strax flutt burtu. Lögreglueftirlitsmaðurinn J. H. LTawyer segir, að lögreglan hafi fundið leifar steikts kjúklings og pappír á gólfinu á sjöttu hæð. Það er -því sennilegt, að morðinginn hafi dvalizt alllengi í byggingunni, sagði hann. Dr. Malcolm Perrer við Park- land-sjúkrahúsið sagði, að strax þegar Kennedy kom til sjúkra- hússins hefði hann gert sér grein fyrir því, að líf hans væri í hættu. Kúlan hafði farið gegnum ennið og út um lmakkann. Allt var gert til þess að auðvelda honum andar- dráttinn, en árangurslaust, sagði hann. Skýrt var frá því á sjúkrahúsinu, að líðan Connallys ríkisstjóra væri mjög slæm og alvarlegs eðlis. —■ Hann fékk þrjú skotsár, eitt á hægri handlegg, eitt í vinstri fót- legg og eitt í hrygginn. Seinna var borið til baka a£ hálfu stjórnarinnar, að maður úr ríkislögreglunni hefði verið myrt- ur, en staðfest var að lögreglu- maður frá Dallas hefði beðið bana. Forseti Fulltrúadeildarinnar, John McCormack, tilkynnti seint I kvöld, að lik Kennedys mundi liggja á börum í Hvíta húsinu frá og með laugardeginum. Það verð- ur fyrst flutt til sjúkrahúss flot- ass í Bethesda skammt frá Wash- | ington. Ákveðið hefur verið, að Þjóð- þújgið haldi ekki fundi í næstu viku vegna fráfalls Kennedys. —- Hæstiréttur Bandaríkjanna hættl strax störfum, er forseti Hæsta* réttar, Karl Warren hafði látið I Ijós djúpa sorg vegna fráfalla Kennedys í ræðu, sem hann hélt. Nokkrir háttsettir meðlimir Þjóðþingsins létu einnig í ljós hryggð sina. Barry Goldwater, öldl ungadeildarþingmaður, eitt a£ hugsanlegum forsetaefnum repú- blikana í forsetakosningunum á næsta ári, sagði, að lát Kennedys væri hörmulegt áfall fyrir Banda- ríkin og allan hinn frjálsa lieim. Samúðörkveðjur forseta íslands Reykjavík, 22. nóvember. FORSETI íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, sem stadd ur er í London að lokinni opinberri heimsókn til Bret- lands, sendi í kvöld Lyndon B. Johnson, forseta Banda- ríkjanna samúðarkveðju vegna fráfalls Kennedys Bandaríkjaforseta, og bað' hann votta frú Kennedy og bandarísku þjóðinni dýpstu hluttekningu. Gnðmundur í. Guðmunds- son, utanríkisráðlierra, sem er með forsetanum, hefur einnig sent Dean Rusk, utan ríkisráðherra Bandaríkjanna samúðarkveðju vegna hins skyndilega fráfalls Kenn- edys forseta. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 23. nóv. 1963

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.