Alþýðublaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 3
LONDON 22. nóv. NTB-RT-AFP. Fréttin um morð Kennedys forseta kom sem reiðarslag: yfir aítan heiin fnn. Ekki aðeins í vestri heldur einnig í austri gerðu útvarpsstöðv- ár hlé á útsendingum sínum til l»ess að fiytja hin hörmulegu tíð- indi. Þjóðhöfðing-jar og forsætisráð- herrar hættu þegar I stað öllum störfum til þcss að senda sam- úðarkveðjur og meta hin póWtísku úhrif af hinum skyndilegu og ó- væntu forsetaskiptum í Washing- ton. Fréttinni var einnig dreift á götum og veitingahúsum víða í heiminum og vakti mikla skelf- íngu. Síðan aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fórst í flug- elysi í Kongó fyrir tveim árum hef ur engin dánarfregn haft eins gíf- urleg áhrif hvarvetna í heimin- Um. Páfinn var harmd lostinn við fréttina um dauða Kennedys. Hann dró sig þegar í hlé til þess að biðja fyrir forsetanum. í Bonn vakti fréttin einnig mikla sorg. Ludwig Erhard kanzlari sem var á leið frá París í hraðlest, þegar Kennedy lézt, var þegar í stað látinn vita. Útvarps- og sjón- varpsstöðvar gerðu strax hlé á útsendingum sínum og léku sorg- arlög. Útvarpsstöð bandarískra lier- manna í V-Þýkalandi (AFN) flutti fréttina á þennan einfalda hátt: Herrar og frúr, forseti Banda- rikjanna er látiun. Erich Mende varakanzlari fiagði,' að al'lir eem hefðu haft þá ánægju að hitta Kennedy persónulega er hann heimsótti V-Þýzkáland og Bonn væruiostnirídjúpum harmi. i Morð Kennedys er bæði mann- legur og pólitískur sorgarleikur sagði Heinrich von Brenato, for- maður Kristilega demókrata- flokk6ins og óbætanlegt tjón fyrir hinn frjálsa heim. Stjórnmálamenn í Bretlandi sögðu að lát Kennedys væri mfkið áfall fyrir bandalag vestrænna ríkja og allan hinn frjálsa heim. Kennedy var mjög vinsæll í Bretlandi, þar sem menn töldu að festa hans, sem kom í ljós í Kúbu- deilunni, væri samtvinnuð þeirri diplomatísku lagni, sem nauðsyn- leg sé til þess að koma í veg fyrir k j arnorkusty rj öld. Forsajtisráðlierra Danmerkur, Jens Otto Krag, sagði að Kennedy hefði verið hinn ungi og sterki foringi vestrænna ríkja og að morð ingi hans hefði sett dökkan blett á samtíð okkar. Með Kennedy hafa Bandaríkjamenn misst einn af sín- um mestu stjómmálamönnum. Krag sagði einnig, að þegar Kenn- edy fyrir ári stóð andspænis Kúbu vandamápnu og valið virtist þýða annaðhvort stríð eða frið og jafn- vel tortímingu bandarísku þjóðar- innar, hafi hann fylgt svo styrkri stefnu að þáttaskil urðu í alþjóða- málum og stórveldin sömdu með j sér um frið og öryggi. I : Uhro KekKonen, forSætisráð-'' herra Finnlahds, sendi þegar frú Kennedy samúðarskeyti. - | Moskvuútvarpið rauf venjulega ! útsendingu til að segja fréttina og það með, að trúlegt væri að öfl þau, sem eru lengst tU hægri í Bandarikjunum, hafi staðið á bak við inorðið. Því næst var útvarpað orgeltónlist. Fréttamenn i Moskvu minna á, að sovétleiðtogarnir hafi alltaf, þegar til tíðinda hefur dreg ið með þeim og Bandaríkjamönn- um, gert skíran greinarmun á Kennedy forseta og þvi, sem þeir nefna heimsvaldasinna og etriðs- æsingamenn, þar í landi. Hinn ungi forseti hafði ótvírætt notið vinsælda meðal ráðamanna austur þar. Sovétstjórnin muni líklega bíða átekta og forðast árekstra, þangað til að komið er f ljós hv'er áhrif morðið á forsetanum hefur á gang málanna í Bandaríkjunum. í höíuðborg Efnahagsbandalags- ins, BrUssel, hafði fréttin um morð ið óskapleg áhrif. Kennedy var þar þekktur af skilningi sínum á nauðsyn þess að sem bezt sam- vinna tækist niilli Bandaríkjanna og landa Efnahagsbandalagsins, og nafn hans var tengt samningum þeim sem fara eiga fram á næsta ári í Genf um gagnkvæmar tolla lækkanjr milli þessara aðUa. Útvarpið í Búdapest í Ungverja- landi hætti venjulegri útsendingu til að segja hinar „skelfilegu frétt ir“ um dauða Kennedys. Paul Henri Spaak, utanríkisráð- herra Belgíu grét þegar fréttamað- ur Reuters talaði við hann í síma. „Hvað get ég sagt, annað en að ég er sem lamaour. Ég get ekkert sagt í kvöld.“ Sir Alec Douglas Home, forsætis ráðherra Bretlands yfirgaf Arund- al höllina, þar sem hann var gest- ur hertogans yfir Norfolk og snéri til Lundúna þegar honum barst fréttin um lát forsetans. Elísabet drottning fékk fréttina til Luton- hallarinnar og tók strax tU við að skrifa samúðarkveðju t<U for- setafjölskyldunnar í Washington. Talsmaður spánska utanríkifi- ráðuneytisins sagði í Madrid að morðið á Kennedy væri liræðilegt — villimannlegt. Allir hér eru sem þrumu lostnir. Framh. á 5. síðu TUTT EN GLÆSILEQ ÆVI John F. Kennedy JOHN FITZGERALD KENN- EDY, 35. forseti Bandaríkj- anna, fæddist 1917, sonur bandaríska kaupsýslumannsins og diplómatsins Joseph Kenn- edy og var því 46 ára gamall, er hann féll f gær fyrir kúlu tUræðismanns í Dallas, Texas. Kennedy ólst upp á vel- stæðu kaþólsku borgaraheim- Ui í Nýja Englandi, hlaut menntun sína i Boston og lauk prófi frá Harvard-háskóla árið 1940. Á árunum 1941 tíl 1945 starfaði Kennedy í bandaríska flotanum, þar sem hann gat sér niikið og gott orð fyrir hreystilega framgöngu sem skipstjóri á tundurskeytabátn- um PT-109. í herþjónustunni særðist Kennedy alvarlega, þegar Japanir skutu skip hans í kaf, en þrátt fyrir það tókst lionum að bjarga flestum manna sinna. Eftir bakupp- skurð 1954 var hann nær dauða eu lífi, en gekk síðar undir aðra skurðaðgerð og batnaði heilsa lians smám saman, þó að hann næði sér aldrei að fullu. Er hann kom úr herþjónustu starfaði John F. Kennedy um hríð sem blaðamaður og var m. a. fréttamaður á mörgum veigamiklum alþjóðafundum, þar á meðal á Potsdam-ráð- stefnunni. Kennedy gekk ungur í Demókrataflokkinn og árið 1946 bauð hann sig fram til fulltrúadeildar Bandaríkja- þings í Massachusetts. Hann sat í fulltrúadeildinni til ársins 1952, er hann var kjörinn öld- ungadeildarmaður fyrir Massa- chusetts, aðeins 35 ára. 1956 munaði minnstu að Kennedy yrði varaforsetaefni Demókrata, og fyrir forseta- kosningarnar 1960 var Ijóst frá byrjun, að hann ætlaði sér að verða forsetaefni þeirra, og var hann strax ákveðinn í að sýna, að trú hans gæti ekki aftrað því. Af einstæðum dugnaði xjnf hann sig að kosningabaráttunni mjög snemma og sigraði í þeim 7 prófkosningum, sem hann var í framboði í. Meðan á und- irbúningi framboðsins stóð, svo og í forsetakosningunum sjálf- um í nóvember 1960, naut hann ómetanlegs stuðnings frá fjöl- skyldu sinni. Systkini hans ferðuðust um landið þvert og endilangt og tryggðu honum stuðning, en einnig naut hann þess, hve faðir hans var vel stæður. Bróðir hans, Robert Kennedy, var óþreytandi í bar- áttunni, en hann varð seinna dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, sem kunnugt er. Hafði Kennedy í raun og veru tryggt framboð sitt, áður en til þess kom, að Demókratar útnefndu forsetaefni sitt endanlega í Los Augeles, enda sigraði liann þá þegar. 8. nóvember 1960 var Johu F. Kennedy kjörinn forseti Bandarikjanna, hinn 35. í röð- inni. í þeim kosningum sigraði hann Richard Nixon, fram- bjóðanda repúblikana, naum- lega. Er hann^dó, var liann þeg ar byrjaður að undirbúa fram- boð sitt við forsetakosningarn- ar í nóvember 1964 og var tal- inn öruggur xmi sigur í þeim kosningum. John F. Kennedy var fyrsti kaþólikkinn, sem kjörinn hefur verið forseti Bandaríkjanna. Enginn af trúbræðrum hans hefur boðið sig fram í forseta- kosningum síðan A1 Smith tap- aði fyrir Herbert Hoover 1928. í ræðunni, sem Kennedy flutti, þegar haun vann emb- ættiseið sinn, hvatti hann bandarísku þjóðina og heiminn allan til að taka virkan þátt í baráttunni gegn sameiginlegrum óvinum mannkynsins: haró- stjórn, fátækt, sjúkdómum og styrjöldum. Ilann sagði einnig, að menn mættu ekki semja af hræðslu, en heldur ekki vera hræddir við að semja. Stefna John F. Kennedys í utanríkismálum miðaði að því að styrkja aðstöðu Bandarfkj- Framh. á 5. síðu ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 23. nóv. 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.