Alþýðublaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 16
(HiWWWWVWWHVWWWWWWWWWWWWWWV Kom hingað af eigín hvötum Reykjavík, 22. nóv. — GO. HINIR ágætu gestir, I Sol- isti Yeneti, komu hinga'ð í morgun rneó flugvél. Þeir áttu að koma í gær, en flugvélinni var þá snúið við frá landinu vegna veðurs. Þeir eru samt ánægðir með þau málalok, því að landsýn í morgun kváðu þeir undrafagra. Eldgosið við Véstmannaeyjar bar við jökul- krýnda ásýnd landsins í lieið- björtu veðri. í sveitinni eru 13 menn að stjórnandanum meðtöldum. Þeir hafa æft saman undanfar- in 4 ár og haldið fjölda tón- leika í löndum Evrópu. Dóm- ar um þá hafa verið einróma og lofsamlegir. Meðlimir strengjasveitar- innar I Solisti Veneti eru frá ítölsku borginni Padua, sem er skammt frá Feneyjum, en við þá frægu borg gondóla og söngs, kenna þeir sig. Þeir halda sína fyrstu tón- leika hér á landi í Þjóðleik- liúsinu í kvöld og fara héðan aftur á mánudaginn. Pétur Pétursson, sem hefur fyrir- greiðslu við þá á hendi, segir, að ekki sé enn ákveðið um fleiri tónleika. það fari eftir aðsókn í kvöld. - Pétur sagði að þeir hefðu komið hingað af eigin livötum. Þeir liefðu sett sig í samband við skrifstofu hans og látið í ljós óskir um að heimsækja landið og miðla landsmönnum af list sinni. Þetta hafi svo tekizt með því að báðir aðilar hafi nokkuð á sig lagt. Stjörnandi sveitarinnar heit- ir Claudio Scimone, en á efn- isskránni í kvöld verða verk eftir ítölsk 17.-18. aldar tón- skáld, einkum þau, sem ættuð eru frá heimabyggð listamann- anna. Einnig liafa þeir nor- ræn verk til reiðu sem auka- lög, þá Iielzt verk eftir Grieg. RMIWMWMWWIMMWMWWtWWWWWIMWMHmWVtVHMM Gosið óbreytt Vestmannaeyjum, 22. nóv. ES-HP MJÖG gott skyggni hefur verið í Vestmannaeyjum í dag, norðan- kaldi 6—7 vindstig og hefur gos- mökkinn þvi borið til suðurs, svo að nýja eyjan hefur sést mjög greinilega frá Vestmannaeyjum. í morgun sáust eldblossar þar, en um hábjartan daginn sáust þeir ekki eins vel. Engar drunur hafa heyrzt til Eyja frá gosstöðvunum, og virðist gosið óbreytt þaðan að sjá. Sömu upplýsingar fékk blaðið einnig annars staðar frá. — Eyjan er að verða anzi stór til að sjá og hefur sennilega hækk að eittlivað síðan í gær, sagði fréttaritari Alþýðublaðsins í Vest- mannaeyjum í símtali í dag. — í morgun var mökkurinn álíka hár og í gær, en vegna vaxandi vind- hæðar seinni. partinn í dag náði hann sér ekki eins upp síðdegis. Allmargir eru uggandi í Eyjum vegna gossins, og bar einkum á því núna snemma í vikunni, þegar aska féll þar. Vitað er, að nokkrir éinkum konur og böm, hafa forð- að sér þangað sem þeir hafa tal- ið sig tryggari fyrir náttúruham- förúni. Ekki er vitað um neina báta, sem farið hafi út að gos- stöðvunum í dag, því að fiskibát- ar eru allir fyrir austan á línu. LOKATILLÖGUR UM ÍSLENZKT SJÓNVARP MENNTAMÁLARÁÐHERRA tiefur falið útvarpsráði og útvarps- Ktjóra að gera lokatillögur um k- lenzkf sjónvarp. Hafa allmiklar athuganir verið á þessu máli und- Cinfarin ár, aðallega á vegum Ríkis titvarpsins og Landsímans. Fóru 4tram miklar umræður um málið á Vegum menntaraáraráðherra cnemma síðastliðið vor, og nú mun Vera ætlunin að gera lokaáhlaup fmálinu. Menntamálaráð^runeytið sendi f; gær út fréttatilkynningu. Segir •|>ar, að ráðuneytið hafi í gær ritað Étvarpsráði og útvarpsstjóra svo- tfellt bréf.: „í framhaldi af umræðum og at hugunum, sem fram hafa farið um stofnun íslenzks sjónvarps felur ráðuneytið hér með útvarpsráði og útvarpsstjóra að gera tillögur um, með hverjum hætti sem fyrst verði efnt til íslenzks sjónvarps á veg- um Ríkisútvarpsins.. Ráðuneytið óskar eftir nákvæmum áætlunum um stofnkostnað sjónvarpsstöðvar. Verði talið æskilegt að byrja með byggingu litiUar stöðvar, sem síð- an verði efld og hinsvegar að hún nái tj.1 æ stærra svæðis, þá sé gert eins nákvæmlega grein fyrir því og unnt er, hvað hver áfangi kostar. Þá æskir ráðuneytið tillagna um starfrækslu slíkrar sjónvarpsstöðv ar, daglegan sendingartíma fyrstu starfsárln og skipulag dagskrár- stjórnar. Er þess sérstaklega óskað að athuguð verði skilyrði til hag- nýtingar sjónvarps í þágu skóla. Jafnframt er þess beiðzt, að gerð verði áætlun um árlegan rekstrar- kostnað sjónvarpsins. Að síðustu er óskað tillagna um fjáröflun til greiðslu stofnkostnað ar og órlegs rekstrarkostnaðar. Gylfi Þ. Gíslason Birgir Thwlacius NÝ SKÍRTEINI OG HANDBÓK FRÁ S.R. ; Reykjavík, 22. nóv. — HP. AÐ undanförnu hefur verið unnið að gerð nýrra samlagsskír- teina handa meðlimum Sjúkra- eamlags Reykjavíkur, sem nú eru tilbúin til afhendingar og munu berasl öllum þorra samlags- inanna næstu daga. Munu skátar Bera þau út á næstunni og reyna ttð gauga úr skugga um, að þau komizt á rétta staði, en ef eitt- Iivað er athugavert við samlags- réttindi eða upplýsingar þær, sem Ekráðar eru á nýju skírtcinin, cettu hlutaðeigendur að hafa sam- band við samlagið og leiðrétta Ivannig það, sem rangt kann að »era. Sjúkrasamlagið hefur einn- tg tekið saman og gefið út 12 t»ls. bækling, liandbók fyrir sam- lígsnicnn, er hefur að geyma upp lýsingar um helztu atriði, sem ætla má, að samlagsmenn þurfi að vita glögg skil á. Fá þeir bækl inginn ókeypis, og verður honum dreift um leiö og nýju samlags- skírleinunum. Nýja skírteinið er mjög frá- brugðið hinum eldri, enda notkun þess breytt eftir að Gjaldheimtan tók við innlieimtu gjalda, þar sem liér eftir verða ekki færðar á skírteinið kvittanir fyrir greiðsl- um. Efst á skírteininu er nafn og heimilisfang samlagsmanna, ,,nafnnúmer,” fæðingardagur og ár, síðan nafn og nafnnúmer maka, þá upphafsstafir lækna þeirra, sem samlagsmaður hefur kosið ■ og þar fyrir neðan nöfn barna samíagsmanna, fæðingar- dagur og ár. Nafnnúmcrið, seni er sjö stafa tala, verður nýtt sam- lagsnúmer skírteinishafa. Það númer verður notað í ýmis konar opinberri skráningu, þám. á skatt skrám og hjá Gjaldlieimtunni. Þar sem kvittanir frá Gjaldheimtunni greina ekki nafn greiðanda, held- ur aðeins þetta númer, er lient- ugt að bera kvittunamúmer sam- an við númerið á samlagsskír- teininu til að staðreyna, hvort kvittun sé rétt. Gamla samlags- númerið er ritað neðst til liægri á skírteini þeirra samlagsmanna, sem slíkt númer liöfðu. Þeir, sem urðu samlagsmenn eftir maí 1962. liafa aðeins nýja númerið. Fram að áramótum má nota hvort held- ur eldri skírteinin eða hin nýju. EKGHÞ 44. árg. — Laugardagur 23. nóvember 1963 — 250. tbl. Stökk út um glugga og slasaðist illa Reykjavík, 22. nóv. — KG. ELDUR kom upp í Stcinncsi við Melabraut á Seltjarnarnesi um kl. hálf fimm í dag. Slasaðist hús- freyjan mikið, er hún stökk út um glugga á hæðinni. Mun hún hafa brotnað á báðum fótuin og brennst á liöndum. Á hæðinni brann allt sem brunnið getur og nokkrar skemmdir urðu á neðri hæðinni af vatni og reyk. Eins og áður segir, koin eld- urinn upp kl. hálf fimm. Var Sól- veig Andersen, sem býr á hæð- inni þá stödd á neðri liæöinni. Hún hljóp þegar upp, til þess að sjá um, að börnin, sem voru stödd uppi, kæmust niður. Þegar börnin voru öll komin niður, var eldurinn orðinn það niagnaöur, að hún átti ekki annars úrkosta en að kasta sér út um glugg- ann. Hún var þegar flutt á slysa- varðstof una og * kom þar í íjós, að hún var fótbrotin á báðum fótum og brennd á höndum. Húsið er tvískipt og er stein- veggur á milli og tókst slökkvilið- inú að hindra að eldurinn næði að breiðast frekar út. íbúðin var klædd að innan með trétexi og stoppaö með sagi. Brann öll inn- réttingin og alit sem brunnið gai í íbúðinni að sögn slökkviliðsins. Ekki komst eldurinn niður á neðri hæðina enda er steinloft á milli en miklar skemmdir urðu af vatnl og reyk. j Fréttir kl. 3 í nótt: Lögreglan skýrði frá því I nótt, að riffillinn, sem fannst væri í- talskur en ekki japanskur eins og áöur var talið. Rannsókn morðsins var í full- um gangi í nótt. Ein kenningin um morðið er á þá Iund, að morðing- inn sé atvinnumoröingi, sem hafi verið yáðinn til þess af fremja ó- dæðið. Því er baldið fram, að morð ið hafi verið svo kaldrit'að og gert af svo mikilli nákvænmi, að þar háfi geðsjúkur maður ekki getað hafa Verið að verki. Vitað er, að Oswald gegndi her- þjónustu í Landgönguliöinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.