Alþýðublaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 4
IMinningarorð: Sigurður Kristinsson forstjóri MEÐ Sigurði Kristinssyni, fyrr- Tjm forstjóra og formanni Sam- liands íslenzkra samvinnufélaga, <2r fallinn í valinn einn farsælasti leiðtogi samvinnuhreyfingarinnar Jqér á landi. Á starfsskeiði hans -óx hreyfingiin úr frumstæðum pöntunaríélögum í stórveldi á «viði alls efnahagslífs þjóðarinn- «r, og átti Sigurður veigamikinn jþátt í þeirri þróun. Starfssaga Sigurðar var á fyrri árum nátengd bróður hans, Hall- igrímá. Að námi loknu í Möðru- vallaskóla hafði Sigurður iagt fyr ír sig kennslu um hríð no gp-zt verzlunarmaður á Austurlandi. ÓEn 1906 réðist hann til Kaupié- líagn EvfirðVnga 0|g tók þátt í Siiíurður Kristinsson þeirri sögulegu breytingu, sem Hallgrímur var að gera á því fé- íagi. Tóku þeir upp Rochdale- Ikerfið enska, að selja vörur nærri gangverði, en úthluta arði til félagsmanna eftirá, og byggja Tjm leið upp sjóði til að gera fé- Xaginu kleift að eflá þjómtstu vsína. Eftir fárra ára ;tarf tók íligurður við raunverulegri for- jstöðu félagsins, er viðskiptaer- indi drógú Hallgrím til Kaup- tmannahafnar, og 1918-23 var Sig- tirður kaupfélagsstjóri á Akureyri Vlð hið sviplega fráfall Hali- gríms var Sigurður .kallaður suð- <ir til ReýkjavíkUr til að taka *úð forstöðu Samband&ins. Sigurður var traustur og sam- vizkusamur stjórnandi, sem lét jafnvel að etýra skútunni, þegar á móti blés, og sigla hraðbyri, þegar þess var kostur. Undir stjórn hans jókst starfsemi' sam- vinnuhreyfingarinnar mjög, og er uppliaf hins mikla iðnaðar, fyrst á Akureyri en síðar víða um land, hvað merkastur þáttur þeirrar sögu. Sigurður hélt fast um stjórnvölinn á kreppuárunum, og skapaði þann trausta grund- völl, sem byggt var á eftir 5frið- inn. Þá var eðlilegur starfsdagur Sigurðar raunar á enda, cg lét hann af forstjórastarfi 1945, en var kjörinn formaður SÍS 1948 og gegndi því starfi til 1960. Sigurður Kristinsson fæddist 2. júlí 1880 f Öxnafellskoti í Eyjafiiði. Faðir hans var Krist- inn Ketilsson og móðir Hólmfríð ur Pálsdóttir. Ólst Sigurður upp í Eyjafirði og stuhdaði vinnu- manns törf, unz hann fór í Möðru- vallaskóla tæplega tvítugur. Um aldamótin gekk mikil hugsjóna- alda yfir landið og ríktj félags- legur stórhugur og bjirtsýni á mörgum sviðum. Þá var ör vöxtur í samvinnufélögunum og þau í þann mund að stofna heildarsam- tök sín. Sigurður gerðist liðsmað- ur í framfarasókn þjóðarinnar og skilaði þar miklu starfi. Má gleggst marka, hvers trausts hann naut, að hann var gerður atvmnumálaráðherra í stjórn Tryggva Þórhallssonar 1931, enda þótt liann hefði lítil bein afskipti I af stjórnmálum. I S|igurður var heilsteyptur og traustur maður í hvívetna. Sú saga er af honum, að á starfsár- um hafi hann, þegar hann ferðað- ist í viðskiptaerindum, gert upp nákvæmlega að ferðarlokum, hver hluti kostnaðarins áttj að greiðast af honum sjálfum. og liver af fyrirtækinu. Mundi þessi saga ekki þykja frásagnarverð, ef ekki væri mun minna um slíkar dyggð- ir nú en áður var. Sigurður var kvæntur Guðlaugu Hjörleifsdóttur próíasts á Undir- felli, og lifir hún mann sinn. Þau eiga tvo syni, Hjörleif listmálara og Hallgrím skrifstofustjóra, og eina fósturdóttur, Valgerði. BG V.S.V. SKRIFAR UM ÞRJÁR BÆKUR Afreksmenn Jónas Þorbergsson nefnir bók kvæmdamaður, dugmikill og áræð sína um Kriistján rika í Stóradal inn, er hrein unun að lesa súma og Jónas Sveinsson, tengdaföður kaflana í eögu háns, en nokkuð sinn: Afreksmenn — og afreks- var getið um viðbrögð Jónasar menn voru þeir báðir. Kristján í frásögn Sigurlaugar dóttur hans ríki var að allri gerð eios og höld ■ arnir úr íslendingasögunum, en ! Jónas Sveinsson var sonur þeirrar 1 aldar, sem sáði viðreisnar- og upp | reisnarfræjunum, sem við á óess- j ari öld höfum notið. Jónas Þorbergsson ritar fyrst skemmtilegan Og fróðiegan kafla sem hann nefnir Afreksmenn. Þar ér sagt frá Kristjáni ríka í Stóradal og afreksverki hans og er þettá bráðskemmtilegur kafli. Þriðji hlutinn er ævisaga Jónas- ar Sveinssonar, sem hann ritaði sjálfur og nær til ársins 1912, en Jónas Þorbergsson hefUr um fjallað og fyllt í eyður, en síðarr er í fjórða kaflanum sagt frá draumum Jónasar Sveinssonar og dulrænum fyrirbrigðum. Jónas Sveinsson var mikiö og eftirminnilegt glæsimenni, cijarf- ur í lífsins leik, hestamaður, fram | í bókinni Fimm konur, sem kom út í fyrra. Það myndi reynast mér of langt mál að rekja efni þessarar ævi- sögu, en verð að láta mér nægja, að segja það, að Jónas Sveinsson ber allan svip þeirra miklu fram- faramanna fyrir síðustu aldamót, sem risu upp úr svo að segja engu brutust áfram ekki aðeins fyrir sjálfa sig heldur og ekkí síður fyrir samfélagið og nýjar jféla^smálahreyfingar, sem þá voru að rísa upp — og það er ein mitt sagan af þessum afrekum, sem verður manni minnisstæðusó úr ævjsögunni. Enginn þarf að efast um rit- leikni hins aldna bókarhöfundar — og þegar liann fer að rekja draumasögur og dulræn fyrir* brigði tengdaföður síns, þá er hann í essinu sínu. Það verð ég þó að segja, að betri og íyllri finnst mér þe'-si bók en venju- legar bækur aðrar um dularfulla atburði, en því valda vitanlega raunsæar frásagnir ævisögunnar og afreksverk Kristjáns ríka. í raun og veru eru þetta hetju- sogur. I Jónas Sveinsson Bókin er 186 blaðsíður að stærð, prýdd mörgum myndum. Útgef- andi er Setberg. — VSV Út úr myrkriny Stjómarkjör Helga Þórðardóttir Larsen er aðeins rúmlega sextug, samt er saga hennár tveggja veralda saga. Hún var kramarbarn, ólst upp á : flækingi, var boðin niður og því niðursejlningur. Systkini hennar voru mörg og faðirinn brotnaði i og flýði frá þeim öllum — og kom i ekki aftur. Helga var síðasta bam ! þeirra hjónanna í Vola og hún I lifði æsku sína í sannkölluðu vol æði. En náttúran mun hafa lagt henni til nokkuð sterkt veganesti, því að hún brotnaði ekki. Skap- gerðin mun hafa verið sterk og i likamlegt þrek sogið úr frum- Stæðri náttúru. Kraftur, sem ent- ist. Mikil spenna er í lífi þessarar konu. Hún flækist til Reykjavík- ur úr kröminni, gerist fisk- vinnslustúlka, brýtur klaka af körum og vaskar. Hún gerist vinnukona á þeim árum, ér hefð- arfrúr 6purðu eftír vinnukönu- diskum í Liverpöol, en var þó bersýnilega héppnari með vistir én mörg umkomuiaus stúlkan á þeim árum. Hún lenti einhvérn í Sjómarmafélagi Reykjavíkur 'hefst mánudaginn 25. nóvember kl. 13 í skrif- stofu félagsins í Alþýðuhúsinu við Hverfis- 'götu. Kosið verður framvegis á venjulegum skrif- stofutíma, kl. 3—6 daglega, nema öðru vísi verði ákveðið. Kjörstjórnin. veginn til Danmerkur og giftist þar manni, sem var eldri en hún og flutti með hann hingað lieim. Hann var alltaf heilsulaus og steyptist að lokum í hraungjótu í Hafnarfirði og dó. Henni var ekki fisjað saman. Hún upplifði atvinnuleysið og allsleysið á ár- unum 1920-1935 og bjargaðist ein hvern veginn, en stundum svalt hún með börn sín. Þetta er allt saman mikil hörmungasaga — og beiskleika kennir mjög í frá- sögn hennar, sem næstum er von og fá ýmsir harða dóma og skal ekkert frekar um þá sagt. Bók Helgu Þó.rðardóttur Lars- en heitir: Út úr myrkrinu. Það er réttnefni Hún komst út úr myrkrinu — og býr nú að Engi við Korpu í Mosfellssveit. Þar var áður fyrr svað og óhugnanlegt að fara um hlaðið. Nú er þar allt hreint og grænt. Hún hefur byggt þar nýtt hús. Helga ann dýrum og á hesta og er annáluð fyrir hestamennsku. Hún virðist vera í varnarstöðu gegn samferðarfólki sínu og hafa alltaf verið, en gróð Helga Larsen ur jarðar svo og málleysingjajnir eiga hug hennar allan — og fyrir þetta slær hjarta hennar. Það er hægt að gagnrýna ýmis legt í þessari bók, Helgu og Gíslat Sigurðssonar, en ég sleppi því. Það finnst mér aðalatriði, að myndin, sem hún birtir manni er ógleymanleg. Hildur gefur bók- ina út. — VSV Við fjöll og sæ HalIgfimUr Jónasson er vin- sæll útvarpsfyrirlesari og ferða- bókaliöfundur. Hann hefur flutt fjölmöfg erindi í útvarpið um ferðir í sveitum og á útnesjum, um öræfj og ókunnár slóðir og þá gjarnan birt lausavísur, cn honn er ágætur hagyrðingur eins og kunnugt er. Öll hafa þessj erindi hans verið rómantísk og glettin á köflum og er auðfundið hve fölskvalaust þessi rótgróni sveita piltur ann þjóð sinni, og ekki aðeins henni, heldur landinu, sem það byggir. Það er eins og maður kennj sársauka í rómi hofundarins út af missi þess sem var. Söknuðurinn blekkir mann stundum, því að ekki var eftir- sjá í mörgu, en það er staðreynd að minningarnar, jafnvel um erf- iðleika óg basl ilma af sætleik, þó að sjálft baslið hafi fyrrum verið belskt. Leiftur hefur gefið út bækur Hallgríms, en uppistaða þeirra hafa verið ferðasögur hans. Fyrsta bók Hallgríms var= Árbók Ferðafélagsins um Skagafjörð, önnur var Frændlönd og heima- hagar og sú þriðja Ferhendur á ferðaleiðum, fjórða, Á öræfum — og nú cr hin fimmta komin, Við fjöll og sæ. í þessari bók kennir margra grasa. Þar eru fjölmargar frásagn- ir, stuttar og langar undir þrem ur meginfyrirsögnum kaflanna: Gesti ber að garði, Við fjöll og sæ og Horft um öxl. Þessi bók ber öll liin gömlu ein kenni Hallgríms Jónassonar: mýkt í máli, draumkenndar frásagnir, þjóðsagnablæ á stundum og róm- antísk viðhorf til landa og manna. Bókin er því þrennt í senn: þjóð sögur, ferðasögur og minningar. Ég get ekki rakið efrvi bókar- innar, enda er það ekki samfellt heldur miklu fremur safnrit. En hún er forvitnileg og tekur mann með sér um landið, inn til fólksins sem nú byggir landið og byggði það. Sumar mynclirnar eru óhrjá- Framh. á 13. síðu 4 23. nóv. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.