Alþýðublaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 2
Eltstjórar: Gylfi Gröndal (áb.> og Benedlkt Gröndal. - Fréttastjórl; iml Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrúl: EiOur GuSnason. — Simar: 14900-14903. — Auglýsingasimi: 1490S. — AOsetur: AH>ý3uhúsi3 vlB Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja AlþýSublaösins. — Askriftargjalo b*. 80.00. — í lausasölu kr. 4.00 eintakiö. - Útgefandi: Alþýöufiokkurinn HAFNIR OG NÝ SKIP ALDREI í útvegssögu íslenzku þjóðar'innar hef ur verið unnið meir og betur að hafnarframkvæmd um en einmitt nú. í fyrsta skipti hefur verið unn ið að þessum málum fyriír meira en eitt hundrað milljónir króna á einu ári. Frá þessu skýrði Emil Jónsson, sjávarútvegsmálaráðherra, i ræðu sem hann hélt á aðálfundi LÍÚ. Nú er verið að ivinna að framkvæmdum fyrir 150 milljónir króna við hafnir á fimm stöðum. Þessar hafni'r eru í Þorlákshöfn, Grindavík, Sand- gerði, Keflavík og Njarðvík, og í Rifi. Allir eru þess ir staðir í grennd beztu fiskimiðanna við strendui: landsins og er það því brýnt hagsmunamál, að öll aðstaða þar sé bætt svo sem frekast iverður unnt. Auk þess er verið að vinna fyrir milljónir við marg ar aðrar hafnir 'víðsvegar um land. Ráðherrann benti á það í ræðu áinni, hve mjög kröfurnar á þessum sviðum hafa aukizt. Fyrr á tím um nægði að ryðja eina vör, meira þurfti þá ekki til. Síðan komu bryggjustúfar fyrir uppskipunar- íbáta og svo viðlegupláss fyrir stærri báta og skip. Efir því sem Viðlegupláss hefur iverið aukið, hefur athyglin beinzt æ meira að því að gera hafnirnar ör ' uggari, þannig að skip og bátar, þessi verðmætu íramleiðslutæki íslenzku þjóðarinnar, gætu legið þar óhult fyrir illviðrum. Á þessu sviði er nú verið að vinna stórvirki. Þær framkvæmdir, sem nú er verið að vinna að í Þorlákshöfn og Rifi munu hafa það í för með sér, að bátaflotinn á þeim stöð um ætti að geta f:imm eða sexfaldast. Um nýbyggingar fiskiskipa sagði ráðherrann, i að frá síðustu áramótum til 25. fyrra mánaðar hefðu verið f lutt inn 26 stór fiskiskip og á sama tíma smíðuð innanlands 17 fiskiskip. Um síðustu ára- mót voru 34 skip í.smíðum erlendis fyrir íslend- inga, en nú eru þau 49, eða nær 50% fleirL Innan lands eru nú í smíðum 15 skip, jafnmörg og um síð ustu áramót. „Þessi aufcning skipastólsins gefur vissulega vísbendingu um hvert stefnir“, sagði Emil „ef verulega hallaði undan fæti mundi vissu lega eftirspurnin eftir nýjum skipum minnka, en þegar um eins mikla aukningu og nú er að ræða bendir slíkt vissulega til hins gagnstæða, og er vel á rneðan svo er.“ Þær upplýsihgar, sem ráðherrann gaf í ræðu sinrii á aðalfundi LÍÚ sýna, að hagur útgerðarinn ar stendur með töluverðum blóma og að vel er unnið að hagsmunamálum grundvallar atvinnu- greinar okkar af ríkisstjómmni. Tal istjórnárahdstöðunnar um samdráttar- stefnu verður því þeim mun fáránlegra, sem það glymur oftar í eyrum. Herradeild P & Ó við Laugaveginn Reykjavík, 30- nóv. í GÆR opnaði HP. Herradeild P & Ó nýja verzlun að Laugavegi 95 beint á móti Stjörnubíó. í verzl uninni eru seld herraföt, eins og í verzlun sama fyrirtækis í Austur- stræti 14, og jiarf ekki að efa, að bar geti karlmenn fengið þann fatnað, sem þá vanliagar um og bezt kemur heiin við nýjustu tízku. Síðar er ætlunin, að þar verði einn ig seldur skófatnaður. Verzlunin er mjög vistleg og smckklega innréttuð, en Hús- gagnavinnustofan Birki hefur séð um allar innréttingar. Eigendur verzlunarinnar, Pétur Sigurðsson og Ólafur Maríusson, skýrðu frétta mönnum svo frá í dag, að eftir ára- mótin yrði verzlunin í Austur- stræti 14 stækkuð, þannig að þar skapaðist betri aðstaða til bættrar þjónustu, og er þá ætlunin að verzla einnig með skó, bæði þar og í Austurstræti, en nú hefur fyrir- tækið verzlanir bæði í miðbænum og við Laugaveg. Húsnæðið á Laugavegi 95 er 200 fermetrar að stærð, og er verzlunin sjálf 100 fermetrar, en lagerinn jafnstór. — Nú starfa 7 manns hjá fyrirtækinu, cn verður fjölgað eittlivað á næst- unni, a. n\. k. fyrir jólin. Herradeild P & Ó var stofnuð 10. apríl 1959, og hefur því verið rekin tæp 5 ár. MÁLFUND- UR FUJ MÁLFUNDUR Félags ungra jafnaðarmanna verður í fé- lagsheimilinu Burst, Stór- holti 1 klukkan 8.30 næst- komándi mánudagskvöld. — Umræðucfni: „Nafnabirting- ar afbrotamanna”. Frummæl- andi: Árni Gunnarsson. Leið beinandi verður á fundinum. Fjölmennið stundvíslega. MMWftMMMMWMHWIHUMt 2 1. des. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIE

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.