Alþýðublaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 6
Dómstóll í London hefur ný- verið dæmt í undarlegu skilnað armáli. Albert Simpson krafðist skilnaðar við konu sína og auk þess eitt hundrað punda í skaða- bætur fyrir hana- Alice, en svo heitir konan, stakk af fyrir nokkru síðan með dætur þeirra tvær og tók saman við sextugan mann að nafni Waster Clark. Al- bert telur sig eiga rétt á skaða- bótum vegna þess, að Clark hafi tekið af honum konuna, en gerir sér jafnframt ljóst, að bezta lausnin fyrir mann með sjálfs- virðingu er skilnaður. Dómarinn leyfði skilnaðinn, en féllst ekki á rétt hans til hundrað pund- anna. Kvenmaður af þessu tagi er að áliti dómarans ekki fimm aura virði og fannst honum Al- bert mega vera feginn að losna við hana. Margt bendir til þess að hann hafi rétt fyrir sér, en hundrað pund eru þó alltaf hundrað pund og Albert hefur áfrýjað málinu til æðri dómstóls. ★ Næturklúbburinn ,,Scand- als” í New York er nú að opna á nýjan leik eftir að hafa verið lokaður um tíma. Hinn kunni eig- andi hans, George White, aug- lýsir ákaft eftir fallegum ungum stúlkum til þess að sýna sig á sviðinu hjá honum. í auglýsingun- um segir hann, meðal annars: — Eg hef ætíð leitað að nýj- um stúlkum í hópi einkaritara, skrifstofustúlkna og afgreiðslu- stúlkna. Eg greiði þeim tvöföld laun og algengast er, að þær gift- ist mifljónamæringum. Ef þér eruð snotur stúlka og hafið áhuga á tilbreytingasömu lifi, komið þá í eigin persónu á skrifstofu „Scandal”! ★ Ljótar sögur ganga af Chal- aykynþættinum í Thailandi. t>ar virðist aðeins einn guð vera tign- aður og hann ekki af betri endan um, sem sé Bakkus. Nú hefur Englendingur einn ungur að árum lýst yfir þeirri ætlun sinni, að fara í heimsókn til kynflokksins og reyna að leiða hann af spill- ingarbrautinni. Bindindispostul- inn, hinn 24 ára gamli Peter Ferry, segir að það sé sannarlega kominn tími til að þeir temji sér hófsemi, ella verði kynflokkurinn búinn að drekka sig í hel innan fárra ára. Ástandið er þannig, eins og er, að með nokkurra daga millibili fara allir karlmennirnir á margra daga fyllirí. Eg lít á það sem köllun mina að bjarga þessu fólki, segir Peter. PRINSINN OG ÉG. Jól í Nóvemberm ánudi Varla hefur tekizt að greiða jólavíxilinn síðan í fyrra, þeg- ar aftur eru komin jól. Maður nagar á sér neglurnar við til- hugsunina og veltir því fyrir sér, hvern sé nú hægt að fá til þess að skrifa upp á víxil- inn í ár. Sú var tíðin, að ég gerði mig blíðan og elskulegan í framan strax í nóvember og rausaði yfir ómálga afkvæmi mínu um jólin heima — í gamla daga. Eg er hættur því fyrir löngu. Snemma á þessu ári strengdi ég þess heit, að minnast ekki á jólin fyrr en þau dyndu vfir mig óumflýjanleg og mis- kunnariaus. Auðvitað tókst mér ekki að efna það heit. Prinsinn komst sem sagt á snoðir um það snemma í nóv- ember, að jólin voru í nánd, og hann hefur minnst á þau næstum daglega síðan. 24. nóvember síðastliðinn kom hann allt í einu til mín inn í stofuna bísperrtur og borginmannlegur, sló þéttings fast á lærið á mér og sagði: —■ Jæja, þá eru jólin kom- in ! — Komin? Nei, ekki adeilis. Það er mánuður eftir enn. — Ó-nei! Þau eru í dag og þú verður að hlaupa strax út og kaupa jólatré. Þau eru öll að verða búin. Hvar eru jóla- gjafirnar? Eg revndi með skynsamleg- um fortölum að leiða honum fyrir sjónir, að honum hefði skjátlast hrapallega í tíma- talinu. Hann brást reiður við og sagði: — Yss. bú ert nú meiri plat- arinn. Þú sagðir um daginn, að jólin kæmu ekki á morgun, ekki hinn. ekki hinn, ekki hinn, heidur hinn, — og nú er það komið. Og samt eru engin jól! Það er ekki hægt að trúa einu einasta orði, sem þú segir. Eg lét be+ta gott heita og þótlist hólninn ef ekki vrt<i méira veð”r út af þessu stór- máli. Mig grunaði þó, að prins inn m''ndi hefna ófaranna, enda kom það á daginn skömmu síðar: Hann fór í skrifborðsskúff- una mina. fókst að finna bar blað (óskrifnð víxileyðublað auðvitaði, náðj sér í blýant, gerði á btaðið punkt og og kommu og strik og sló hring utan um til þess að full- komna hrtaverkið. Að því loknu kom hann til mín undirförull á svip og sagði: — Þet.ta ert bú. Það er ekk- ert hár á hausnum á þér. Og hvað gat ég gert, ein vesæl og giörsigruð föður- nefna, annað en roðnað og bliknað oe strokið hendi um blessuð hárin mín, sem tína tölunni með hverjum degi sem Skinnatízkan si. Grettisgötu 54, — sími 14032. , Opnar feldskurðarverksælli að GRETTISGÖTU 54, miðhæð, þ. 4. des. nk. Alls konar loðskinnavinna unnin af fagmönn- um. 'Saumum pelsa, samkvæmissilár, húfur o. fl. Viðgerðir, endurnýjun og breytingar pelsa. Setjum skinnkraga á kápur. Fyrst um sinn er iverkstæðið opið daglega frá kl. 14 til 18. Sýklart Jinsóknir - ritarastarí Stúli ' mst til aðstoðar við sýklarannósknir og önnur til ritar;. Ta í Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg. Stúd( inenntun æskileg. Laun samkvæmt launakerfi op- inber : tarfsmanna. Umsó. ir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Rannsóknastofu Háskólans fyrir 9. næsta mánaðar. Stuðningsmenn FeKix ©íafssonar hafa skrifstofu á kjördag að Hvassaleiti 151. Beiðnum um upplýsingar eða bíla svarað í síma 38010 og 38011. Vinsamlegast látið skrifstofunni í té allar þær upplýsing- ar, sem að gagni mega koma. Stuðnin gsmennirnir. MatreiSslan er auSveld °g bragðiS ljúííengt ROYAL SKYNDiBÚDINGUR M œ 11 5 V2 líter af kaldri mjólk og hellið í .skál. Blandið mnihaldi pakk- cins saman við og þeyt- / i<5 i elna mínútu — Bragðtegundir- — Súkkulaði Karameilu IM. , Vaniiiu jj íarðarberja

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.