Alþýðublaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 1
44. árg. — Sunnudagur 1. desember 19G3 — 157. tbl. Hryðjuverk 1 Venezuela CARACAS, 30- nóv. NTB. Forsetakosningar og þingkosn- ingar fara fram í Venezúela á morgun þrátt fyrir sprengjutil- ræffi og önnur hermdarverk, sem hafa veriff daglegir viðburSir í landinu. Samtök Castro-sinna standa aS þessum hrySjuverkum, sem unnin eru til þess að reyna að koma í veg fyrir að koscningarnar verði haldnar. Stjórn Betancorts forseta hefur snúið sér til Ameríkubandalagsins (OAS) og beðið það um aðstoð vegna þess, að smyglað hefur ver- ið vopnum til Venezúela frá Kúbu. Bandaríkin hafa lýst því yfir, að í>au séu reiSubúin tíl að veita rík.ium latnesb'u Amerfku aðstoð til verndar gegn vopnasendingum «g undirróðri frá Kúbu. Samtökin Þjóðlega frelsishreyf íngin, sem fylgja Castro að mál- um hafa farið með stríð á hendur Betancourt til þess að koma i veg fyrir kosningarnar. í Caracas einni hafa 60 lögreglumenn beðið bana í hryðjuverkum. Eignartjónið, sem hreyfingin hefur valdið, nemur um 240 millj. íslenzkra króna. Um það bil 20 sprengjutilræði hafa daglega átt sér stað í höfuðborg- inni undanfarna daga- Samtökin hafa bandarískan liðs foringja í gislingu og hafa boðið Betencourt að hann verði fram- seldur ef látnar verði lausar 7Í) konur, sem handteknar hafa ver- ið í aðgerðum gegn stjórninni. Betancourt verður að öllum lík- ioídum fylrsti forseDi Ven'ezúelá sem situr út kjörtímabil sitt. Tal- ið er, að Castro-sinnar vonist til að hryðjuverk þeirra leiði til þess að herinn taki völdin, en hánn hefur haft hœgt um sig enn sem komið er. VARÐBERG hafði í gær kvikmyndasýningu í Gamla Bíói, og voru þar sýndar nokkrar myndir úr lifi Ken- nedys forseta, og eiu frá jarðarför hans. Mikill mann- fjöldi kom að dyrum kvik- myndahússins, og ekki var rúm nema fyrir helminginn. Fjöldinn, sem sést hér á myndinni stóð fyrir utan hús- ið eftir að allt var orffið þar fullt. MIMHMMHMMMMHMMHM SIMAÚNAN YFIR HVÍTÁ SUTNAÐI PRESTSKOSN- INGAR I DAG I DAG, sunnudag, verða prests- kosningar í sex prestaköllum í Reykjavík. Alls munu vera á kjör- skrá um 20 þúsund manns. í Káteigsprestakalli verður kosið í Sjómannaskólanum, þar eru í framboði séra Ásgeir Ingi- bergsson, séra Arngrímur Jónsson og séra Lárus Halldórsson. í Nesprestakalli verður kosið í Melaskólanum og Mýrahúsaskólan- um. Þar eru í framboði séra Hjalti Guðmundsson pg Frank M. Halldórsson. í Grensárprestakalli verður kös- ið í Breiðagerðisskóla. Þar esu f framboði séra Ragnar Fjalar Lár- Framh. á 10 síðu. Reykjavík, 30. nóv. — HP. ALÞÝÐUBLADH) spurðist fyr- ir um flóðin austanfjalls í dag. Þau eru nú í rénun, en hafa valdið talsverðu úrrennsli á vegum, en jakaburffur brotið girðingar í Oddgeirshólum, á Brúnastöðum og e.t.v. á fleiri bæjum þar í grennd, auk þess sem siminn, sem liggur yfir Hvítá' úr flóanum upp í Gríms nes, slitnaði. Eins og fyrr segir, eru flóðin nú mjög í rénun og vegir að koma upp úr aftur. í nótt var unnið að því að hreinsa jakahröngl af veg- inum hjá Langholti í Hrunamanna hreppi, og talið var, að mjólkur- billinn fra Mjólkurbúi Flóa- manna mundi komast að Auðsholts bæjunum undir kvöld. Fréttaritari blaðsins á Selfossi sagði, að töluvert mikið væri þó enn í Ölfusá, og væri hún nærri bakkafull hjá Selfossi, en vitan- lega mundi þetta breytast strax og þornaði. Ástæðan' tll þessara flóða væri sú, að svo lítið hefðt verið í vötnunum, þegar fraus, að leysingarvatnið hefði strax sprengt IMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMWMMMMHM RÍKISSTJÓRNIN * LÆKKAR TOLLA BLAÐINU barst í gær eft- irfarandi fréttatilkynning: Ríkisstjórnin hefur ákveð iS, samkvæmt heimild í 6- lið 3. gfrt í tollskrárlögiunutn. að lækka tolla á eftirgreind gjii vörum, eins og hér grein ir: Á rusinum úr 50% í 25% - sveskjium úr 50% í 25% - eplum úr 30% í 15% - perum úr 30% í 15% - sojubolín úr 30% í 10% - baðmullarfræsioliu úr 30% í 10% - cornflakes og þess háttar vörum úr 80% í 50% - ávaxtasafa úr 100% í 60% Tollalækkanirnar ganga f gildi 2- des., en áhrifa þeirra á vöruverðið mun ekki gæta alveg strax, þar eð í verzlun um eru til birgðir, sem hærri tollur hefur verið greiddur á. %»»»»»»»»»»»%%»v*<^%%»%»%»%»*%vv»>*»%%»»»»»w»**»v»»»»vv»»><>»*»v HINN 25. fyrra mánaðar náðu saman vegahlutar Ettnisvegarins. Varð þá bíl- fært fyrir bíla með drifi á öllum hjólum, en ekki líður á löngu áður en vegurinn verðnr fær öllum bflum, og standa vonir til að það verði fyrir jólln. Efra-Fall átti að skila verkinu fyrir 1. des., og má segja, að sú áætlun stand ist alveg. Þessi mynd er. af fyrsta bílnum, sem fór eftir hinum nýopnaða v»gi. ^%%%%%VVVt%V%%%%%%VVt%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%1 DÓMUR FALLINN Reykjavík, 30. nóv- EG. Kveðinn hefur verið upp í und- iri'étti dómur í málinu, sem Gunn ar Andrew höfðaði fyrir höhd sjálfs síns og systkina sinna gegn þeim Jóhannesi Helga og Jónj Engilberts fyrir ummæli um móð- ur þeirra systkina í bókinni Hús málarans. Ummælin voru dæmd dauð og ómérk, og Jöhanhesi Helga og Jóni Engilberts var gért að greiða málskostnað. Ekki var farið'fram. á skaðabætur. í DAG fylgir blaðinu fyrri lfluti JÓLABLADSINS, en þeir verSa alls f jórir og koma út um hver ja helgi í desembermánuSi. Sunnudagsblaðið fylgir blaðinu hins vegar á laugardógum. í fyrsta hluta Jólablaffsins er m. a. þetta efni: Um Natan Ketils- son og fleiri ættinenn í Húnaþingi eftir Hannes Jónsson, en Natan var langafi hans. Ósvikirt perlufesti, smásaga eftir Som- erset Maugham. Konan, bezti óvinur minn, skemmtileg grein um yfirráff veika kynsins í hjónabandinu. Þá er jóiaonna og ei þar meðal annars fyrsti hluti af JÓLAGETRAUN ALÞÝBU- BLADSINS. — í öffrum hlutanum, sem kemur út næsta sunnn- dag verður m. a. þetta efni: Nóttin helga, smásaga eftir Selmu Lagerlöf, Ferðaþáttur með ívafi eftir Hjört Pálsson, í vinkjali- aranum eftir Eið Guðnason, Grein um rússnesku stórskáldin Tolstoy og-Turgenev. Grein um laufabrauð, annar hluti Jóla- getraunarinnar og sltthvað fleira.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.