Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 4
4
vorum peníngum; enda bera sum af ritum Platons,
sérílagi Timaios, ljósar menjar Pyþagorasar. Einn-
ig hlýddi hann á kenníngar Kratylosar (af Hera-
kleits flokki) og Hermogenes’s lærisveins Parmeni-
desar; þá ferðaðist hann til Ægyptalands, til þess að
stunda rúrafræði, stjörnufræði o. fl. (Cicero De fini-
bus V, 29) þaðan tii Fonikalands; kynntist hannþar
persneskum fræðimönnum og nam speki Zóróasters;
hafa sumir af kyrkjufeðrunum (Lactantius, Augustin-
us og Cletnens Alexandrinus) fyrir satt, að hann þar
muni hafa numið ebresku, og lesið sumar af bók-
um gamla testamentisins. I Sikiley hjá harðstjór-
unum Díonysiosi eldra og ýngra, komst hann i ýms-
ar þrautir og var jafnvel seldur mansali, en frí-
keyptur aptur af londum sínum. Þókti harðstjórun-
um hann of djarfmæltur. Eru ýms svor höfð eptir
honum, er eigi féllu Dionysiosi eldra vel i geð. Dio-
nysios spurði Platon, hvern hann héldi sælastan
allra manna. Platon svaraði Sókrates. Dionysios
spurði þá, hvert væri ætiunarverk stjórnenda. Plat-
on svaraði: að gjöra þegnana betri. Dionysios þókt-
ist af réttdæmi sínu og spurði Platon, hvort honum
þækti lítið til réttdæmisins koma. »Vist er það
nokkurs virði; dómarar sem dæma rétt, eru svipað-
ir skroddurum sem bæta vel rifin föt«. Loksins
spurði Díonysios, hvort hann áliti eigi harðstjóraun
vera karlmennsku mann. — »Sízt af 0llu«, svaraði
Platon, »hann hræðist jafnvel rakhnífinn« — Er
hann kora aptur til Aþenuborgar eptir utanferðir
siaar, stofnaði hann skóla á skógi vaxinni lóð fyrir
utan borgina, Akademia (svo kallaðri eptir hálfguðn-
um Akademos, og byggði menntagyðjunum horg á
sama stað. Þusti fólk til hans að hlýða á fyrirlestra
hans, bæði karlar og konur, bæði innlendir og