Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 5
5
útlendir, af hinum fyrri jafnvel Tímon mannhatari,
af hinum siðarnefndu jafnvel vitríngar (magi) af
austurlondum, og má hafa það til marks um frægð
hans, að persneskur hofðingi lét reisa i Akademíu
myndarstyttu Platons, með þessu letri: Miþridates
Hrodobatesarson, persneskur maður, gaf menntagyðj-
unum þessa styttu af Platon, sem Silanion hefur bú-
ið til. Af lærisveinum hans eru þessir nafnkendast-
ir, Aristoteles, Evkleides rúmfræðingur, Demosþenes
mælskumaður. Nóttina fyrir andlátið er sagt, að
Platon dreymdi, að hann væri orðinn svanur, er fiygi
af tré á tré, að margir vildu handsama sig, en eng-
inn gæti. Þetta þókti i þá daga berdreymi; daginn
eptir andaðist hann 81 árs gamall, aldur (9X9), sem
þókti koma vel heim hjá »ljúflíngi menntagyðjanna«.
Hann var fæddur sama árið, sem Perikles dó (429
f. Chr.), og andaðist sama árið, sem Filippos Make-
dona kóngur tók Olympos (348 f. Chr.).
Aþenuborgarmenn héldu útfor hans á opinber-
an kostnað með inikilli viðhöfn og á bautastein hans
var þetta letur höggið:
Þá tvo gat Apollon, Asklepios og Platon,
annan lœkni likamans, lúnn sálarinnar.
Lengi eptir fráfall hans héldu Aþenuborgar-
menn afmæli hans hátíðlegt á ári hverju, og súngu
þá kvæði, er byrjaði með þessum orðum:
»A þessum degi gáfu guðirnir mannkyninu Platon«.
Af ýmsum fyrirburðum, sem sagt er að boðað
hafi ágæti Platons, er sérílagi tekið fram, að móðir
hans hafi einu sinni lagt barnið frá sér á bjarginu
Hymettos, hafi Platon sofnað þar, en er hún kom
aptur og vakti hann, höfðu hunángsflugur fyllt munn
barnsins með hunángi.