Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Qupperneq 6
6
Eptir Platon liggur eingin heimspekisheild, ekk-
ert samanhángandi rit, í fleiri eða færri portum, um
heimspeki hans, heldur sérstakar ritgjörðir í sam-
ræðuformi (dialogar), hver um sitt efni. Lætur hann
jafnan Sókrates koma þar fram, einsog vandi bans
var í lifanda lífi, spyrjandi og leitandi sannleikans
á þennan hátt. En minnst af þvi, sem hann þann-
ig leggur Sókratesi í munn, stafar frá Sókratesi
sjálfum, — enda er haft eptir Sókratesi, er Platon,
i áheyrn hans, las upp díalóginn Lysir. »Það er fall-
eg meðferð, sem þessi únglíngur hefur ámér, aðhafa
eptir mér það, sem jeg hefl aldrei talað«! — Þará-
móti hefur Platon frá Sókratesi, auk siðfræðinnar
að mestu leyti, spurníngalistina, sonnunaraðferðina
(díalektíkina), og þá sannleiksleit, sem í þvi var
fólsrin, fyrst að leita af sér allan grun um hver
sannleikurinn væri eigi, og því næst á uppferðinni
frá þvi sérstaka og einstaka, því tilviljanda og breyti-
lega, því hversdagslega og hverfula til hins almenna
og eilifa að flnna sannleikann, að svo miklu leyti,
sem hann er dauðlegu auga sýnilegur. Þótt því
kenningar Platos eigi séu ein heild (system), sem
aptur, einsog siður var i fornöld og jafnvel að nokkru
leyti á vorum tlmum, þrískiptist í edlisfrœði (fysik)
og upp yfir eða d eptir henni upphafsfrœði (jj.s~á
xá tp'jci'/á, metafysik), hugsunarfrœði (logik) og nðfræði
(Eþik) og upp af henni aptur stjnrnfræði (pólitík),
þá eru þó allar þessar spekigreinar kenndar og
skfrðar í samræðum Platons, eðlis og upphafsfræð-
in sérflagi í Tímaios, hugsunarfræðin í sofistanum
(hártogaranum) og Parmenides, siðafræðin viða, svo
sem í Kritón, Faidón, Faidros o. m. fl. og stjórn-
fræðin í Politeia, Politikus, Nomoi, Minos o. s. frv
I siðfræðinni hefur Platon einkum skirt og út-