Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 8
8
heilla raeð skyldum og réttindum æfi manninn i ollu
góðu, og láti hann loks fá skiran augastað á frum-
sjón (íSsa) hins eilifa og æzta góða. En þá sem
þessa frumsjón hafa gloggt fyrir augum vill hann
láta stjórna löndum og ríkjum, sem sé heimspek-
ingana, og er honum það eigi láandi. Aptur á móti
vill hann byggja ollum skáldum út úr sínu riki,
þótt sjálfur væri hann háfleygt skáld. Uppfræðsla
hinna úngu vill hann sé almenn og söm fyrir alla,
einsog var i Lakedæmon, og hjúskaparmálum vill
hann einnig skipa líkt og þar tíðkaðist, nema hvað
hann fer jafnvel lengra en þeir í somu stefnu, og
það svo lángt, að á vorum tímum hefur ekkert því-
líkt heyrst nema frá vorum einstoku jafnaðarfræð-
ínga (sósíalista). Platon hugsar mest um að bornin
verði hraust og vel gefin, en á sambandið og samlíf-
ið milli manns og konu leggur hann minni áherzlu.
Enda er minna undir heimilislífinu komið, þegar rík-
ið, landið, hið opinbera tekur allt barna uppeldi og
uppfræðslu að sér. Vill hann bæði láta æfa sál og
líkama barnanna, eins og siður var hjá Grikkjum
svo hver maður, einsog frekast er unnt, hafi heil-
brigða sál i heilbrigðum líkama. Landbúnaðinn vill
hann fela einni stétt sér, takmarka og ákveða tölu
hinna eiginlegu borgara; jarðirnar vill hann, líkt
og sósialistar á ollum oldum, láta vera jafnstórar,
og, þótt hann í morgu sníði sitt ríki og stjórn þess
eptir fáveldissniði Spartverja og Krítarbúa, þá bygg
ir hann þó eigi að ollu út lýðveldisskipun Aþenu-
manna (sem hann ástundum kallar siónarleikastjórn
(ftsaTpoxpaTÍa, Nó|j.o(. 701) eður annara Grikkja; stefna
hans er ollu fremur sú að jafna og miðla milli allra
helleniskra ríkja og stjórnar fyrirkomulaga, svo að
Grikkir séu sem fyllst ein þjóð og eitt félag. Þetta