Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 9
fyrirkomulag kallar hann beztu manna stjórn og
greinir það frá metorðastjórn(timokratiajSpartverja.
En þótt margar fagrar og háleitar hugsanir komi
fram í Politeia Platons, þá hafa menn þó híngað til
sökum mannlegs breiskleika efast um, að þær
séu framkvæmanlegar í því verklega, og valla er
Dionysíosi ýngra í Syrakúsu láandi, þótt hann hvorki
vildi láta Platon í té fólk né fé til þess að stofn-
setja þetta fyrirmindarríki og Díoni lærisveini Pla-
tons heppnaðist eigi heldur, að skipa stjórnarmálum
Syrakúsu eptir fyrirmælum Platons. I annað skipti
bauðst honum raunar tækifæri til að reyna stjórn-
arlagasetningar sínar í verkinu, þegar sem sé Arka-
dar og Þebverjar byggðu Megalopolis og settu þar
nýlendu; beiddu þeir þá Platon um að setja hinni
nýju borg lög; en er PJaton varð þess vis, að þeir
höfnuðu jafnrjettis kenníngum hans, fór hann hvergi,
og datt sú lagasetning niður; mun það vera hin
sama, sem hann hefur skráð í No'[j.ot.
Flestum kemur saman um, að Platon og Aristo-
teles séu feður náttúruréttarins hinna »óskrifuðu laga«
(No'jj-wv áypatpwv), og sérílagi hefur Platon í Minos og
Nomoi ýtarlega skýrt þetta efm. »Er það«, spyr
Platon, »guð eða menn, sem hafa gefið þessi æztu
»lög, sem öllum þjóðum kemur saman um, lög, sem
»hver heilvita maður finnur með sér, að hann hetur
»brotið, þótt hann f einstaka tilfelli máske geti skot-
»ið sér innundir hinn mannlega skrifaða lagabók-
»staf?« Lætur hann Sókrates komast svo að orði í
samræðunni við Minos: »þessi lög, sem eru sjálft
»hið sai na og íéltláta, <ru h\ervetna og á ollum
»tímum hin somu, og stríði nokkur skrifuð lög nokk-
»ursstaðar gegn þeim, eru þau óréttvís og ógild;
»þau eru guðdómleg, af guði innblásin, en hin skrif-