Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 11
11
Eins og vér vitum frá Xenofon þá var Sókrat-
es afskiptalaus af öllum rannsóknum um upphaf og
eðli, skopun og niðurskipun heimsins og heimsafl-
anna, svo eðlis- og upphafsfræði Platons er hans
eigið verk, að oðru leyti enn því, að hann byggði á
kenníngu eldri spekinga, sérílagi Pyþagorasar, Hera-
kleíts og Eleatanna. Frá Heraklítos tók nann, að
allt hið jarðneska væri á stoðugri rás (tcocvta 'psí),
en hélt jafnframt hinni fostu og stoðugu verandi
(to ov) Eleatanna; þó svo, að hann með Anaxagorasi
skoðaði hana, sem þann skynsemis anda (Noú?) er
réði i niðurskipun heimsins og allri hinni slfellt
breytilegu og sífellt verðandi tilveru. Henni lét
hann aptur hina eilífu skynsemi — þá sonnu ver-
andi — samkvæmt bendíngum Pyþagorasar niður-
skipa og reglubinda eptir rúmfræðis og tölvísis log-
um. En eigi nóg með það, þessa eilífu skvnsemi,
þennan æðsta guð, lét Platon skapa eða minda heim-
inn eptir eilifri frumsjón (Cftsa) sem réttast mun að
skilja sera guðs eigin hugsun, þó frumsjónirnar hjá
Platon yfirhofuð komi fram sem eilífar og frá eilífu
tilverandi og því guði jafngamlar og honum að
nokkru leiti óháðar fyrirmindir hins einstaka bæði í
andans og náttúrunnar ríki; að þessu leyti mætti
segja, að guð Platons hugxaði og .skeði það. Hann
úthugsaði fastar reglur, föst lög fyrir niðurskipun
og fyrirkomulagi alheimsins, rneð ollu sem í honum
er, og hélt sér við þau 1 framkvæmdinni; »og það
«eru þessi lög, sem rnannsins andi finnur, þegar hann
«fær augastað á frumsjónunum og skilur tilveruna«.
Guði gekk, segir Platon gott til þess, því hann er
góður. En nú er tvennt gefið, hið ávallt verandi,
en aldrei verðandi, og hið ávallt verðandi, en aldr-
ei verandi. Hið fyrra gripur og höndlar skynsem-