Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 13
13
GTor/eía) það líkamlega eru henni sameinuð. En —
allt um það gat hann látið hið sama, hið eilífa verða
svo ofan á hinu, að heimurinn í sannleika yrði lif-
andi vera (£wov l'ixrjrjxov) °S jafnfrarat eilífur. Til
þess heimurinn yrði sýnilegur og átakanlegur, mind-
aði guð hann úr eldi og jörðu, en til þess að fella
þau saman hafði hann Jopt og vatn til bindíngar í
réttri tiltolu, svo að lopt svaraði til elds, eins og vatn
til jarðar. Allt sem til var af hverju fyrir sig (eldi
vatni, lopti og jorðu) brúkaði heims stniðurinn upp,
bæði sokum þess hann viidi eigi hafa nema einn
heim, og þá þessvegna, að hann vildi sjá svo fyrir,
að ekkert væri eptir utan heims, sem í nokkru gæti
verið þeim eina heimi til baga eða tálmunar. Þá
gjörði hann heiminn hnottóttan, með því hnattmynd-
in innifelur í sér allar aðrar myndir. Að því búnu
kom heimssmiðurinn því til leiðar, að heimurinn í
ollu tilliti samsvaraði sér, eptir því sem Platon
auðsjáanlega hefur eptir Pyþagoras og Filolaos, og
leggur hann þar samsöng tónanna og þvínæst hnatt-
anna til grundvallar, er téðir spekíngar byggðu á
hinni svonefndu tvöföldu ferníngu tetraktys (tölunum1 * *
^ 1 sem oflangt mál yrði hér að rekja, þó jeg
84 9^ I eða aðrir skildu það til fullnustu; skipti
nú guð frumefnunum ásamt því sama og hinu þann-
ig niður og jafnaði það með frádrætti, samlagníngu
og margföldun, þangað til réttur gángur þeirra him-
intúngla kom út, sem menn þá þekktu, og Platon
öll hyggur vera lifandi verur og jafnvel guði, en
óæðri guði, heldur en þann allsherjar guð, sem
1) Fyrri 6 tölurnar sarnanlagðar gefa liina síðustu 27.
Þessa tvöfölda ferníngu hugðu l'yþagorasar sinnar vera svo sem
lykil allrar þekkingar á tilverunni og unnu eiða að henni.