Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 14
14
heiminn hefur smiðað. Þá byrjaði með himintúngla
ganginum tíminn, sem eigi er annað enn eptirmynd
eilifðarinnar í hinum sýnilega heimi, og befur þrjár
timaskiptingar, hið umliðna, ókomna og núveranda,
þvi eilifðin þekkir að eins hið núveranda. Hinum
óæðri guðum — sem Platon efalaust viðurkennir, til
þess að hneixla eigi sraælíngja sinna tíma (nema
að svo miklu leyti sem hann, eins og Sokrates, á-
leit að varðhaldsenglar (8aíp.ovsf) væru; til mitt á
milli hins dauðlega og hins ódauðlega [Symposion],
og sagði hann með Sokrates, að þeir væru miðlar-
ar milli guðs og manna) — fól allsherjardrottinn nú að
skapa menn og skepnur; manninum — og í fyrstu
voru að eins karlmenn skapaðir — var nú gefin ó-
dauðleg sál í dauðlegum likama, og heitið, að ef
það ódauðlega í eðli hans hefði að lokunum yfir-
burði yfir hinu dauðlega og holdlega, skyldi hann,
er hann væri búinn að lifa þann tíma, er honum
væri ætlaður, hverfa aptur til þeirrar stjörnu, sem
honum væri skyld, og lifa þar sælu lífi; en svo
framarlega sem hann léti yfirbugast af því holdlega,
af ástríðum og gyrndum, skyldi hann i næstu kyn-
slóð verða að konu; héldi hann þá enn áframíhinu
vonda, skyldi hann í þriðju kynslóð breytast i það
ómálga dýr, sem honum væri álíkast, og eigi losast
fyrr úr þessari ánauð, enn hann fyrir afl og yfir-
burði skynseminnar sigraði hið holdlega sambland
af eldi, vatni, lopti og jörð, sem honum var úthlut-
að: Að því búnu sáði hann mannsálar sáði um alla
þá hnetti, sem eru verkfæri tímans, jörðina, túnglið
o. s. frv., en skopunar athöfn líkamans fól hann,
eins og áður er sagt, hinum óæðri himintúngla guð-
um, sem þá gjörðu eins og fyrir þá var lagt, og
sérílagi gáfu manninum, í líkingu við sína eigin