Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 15
15
mynd, hnattmyndað höfuð, sem bústað hins ódauð-
lega eðlis, skynseminnar, er honum var úthlutað, en
að oðru leyti þann líkama og það líkama lag, sem
hentugast verkfæri væri bæði fyrir hina ódauðlegu
og skynsömu sál, og svaraði til efnisins. Þessi lík-
ami var upprjettur gjör, svo maðurinn ætti hægra
með að horfa upp til himins og hins himneska, en
ef hann eigi skeytti þvi, eigi skeytti að brúka skyn-
semina, þá lá sú hegning við, að verða að ferfættu
dýri, er að eins horfir ofan í jörðina, eða, þaðan af
verra, að ormi, eða, það sem þessa verst er, fiski,
sem eigi einusinni er lopts og andadráttar aðnjótandi;
fyrir meinleysis manneskjum léttúðugum lá að verða
að fuglum. Allar þessar breytíngar og sálarfiutn-
ínga hefur Platon að likindum haft eptir Ægyptum
og Pyþagoras (sbr. Menon).
Eins og fyr er sagt, lætur Platon guð eða
heimssmiðinn eigi skapa efnið, hið líkamlega efni í
heiminn, og ýmsir, einkum kaþólskir guðfræðíngar,
hafa því misskilið hann, er þeir vilja finna sam-
hljóðan í þessu tilliti milli Platons og sköpunarverks-
ins, eins og því er lýst í gamla testamentinu svo
framarlega, sem það er rétt skilin meiníng biblíunn-
ar, að guð hafi einnig skapað efnið í heiminn. Nei,
Platon lætur bæði rúmið og frumefnin, eld, lopt,
vatn og jörð vera til á undan hinu eiginlega sköp-
unarverki, en í svo óskipulegu, ógreinilegu og óljósu
ástandi, á hristingu og flökti hvað innan um annað,
þvílíkast þegar agnir eru hristar frá korni, (Tim.
52, E), að svo er að sjá, sem hann hallist að agna-
foksskoðuninni (atomistik). Þessu kemur heimssmið-
urinn og hans undirsmiðir í lag. Eins og heimssál-
unni og himintúnglaganginum var komið fyrir eptir
lögum tölvísinnar og tiltölum talnanna, eins er nú