Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Qupperneq 16
16
hið likamlega, frumefna agnirnar, greint og afmark-
að eptir lögum rúmfræðinnar, »sem er skuggi Guðs«.
Hið þúnga og hið létta, hið þurra og hið vota, hið
heita og hið kalda skiljast hvað frá öðru, og með
þvi hver líkami, hversu litill sem hann er, hefur
þykkt, en öll þykkt flöt og flatarmál, þá verður þri-
hyrningurinn undirstaðan undir niðurskipuninni,
þannin að t. d. eldurinn er hinn ójafnhliða þrihyrn-
ingur, vatnið átthliðingur, jörðin teníngur, o. s. frv.,
allt eptir kenningum Pyþagorasar. Hér eins og ann-
arsstaðar stefnir Platon að þvi, að vekja andann
upp í ollu, hversu líkamaþúngt sem það er, eða svo
jeg brúki útlent orð, að ídealisera allt. Þvínæst læt-
ur hann heimssmiðina smíða af sama efni likama
manna og dýra, lýsir þá sjúkdómunum og lækníng-
um þeirra i samræmi við kenníngar griskra lækna,
sérílagi Hippokratesar, og skýrir loksins mjög fag-
urlega, hvernin dauðinn, hinn skaplegi ellidauði
þeirra, sem lifað hafa samkvæmt eðli sínu, bæði þvi
likamlega og því andlega, sé sæll og unaðsfullur
{Tím. 81, D); »en um aðalpart sálar vorrar, skyn-
semina, ber að ætla, að guð hafi gefið oss hana sem
varðhaldsengil (8aíp.ova), er býr á tindi likamans, og
sökum skyldleikans við himininn hefur oss upp frá
jorðinni, svo sem himneskar, en eigi jarðneskar
plöntur--------« (Tim. 90 A).
Þessi er í stuttu máli eðlis og upphafsfræði
Platons, en hann játar sjálfur, að margt af þessu
séu skoðanir og hugsanir, sem hann röksemdalétt
(vóffM Xoyicj[j.m) hafi dvalið við sér til yndis og dægra-
styttíngar, byggðar fremur á því líklega, en á því
sannaða og sanna, (Tim. 59. C-D), enda breytti bann
sumum af skoðunum sínum á elliárunum, t. d. þeirri,
að jorðin væri miðpunktur sólkerfisins, og varð einn