Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Qupperneq 17
17
hinna fyrstu spekínga, er viðurkenndu, að hún sner-
ist unobverfis sólina. Annars er þessi uppgötvun
eignuð Aristarchos frá Samos, er var samtíða Ar-
chimedes, og því lifði löngu síðar enu Platon. Hann
hlaut að flnna og fann, að eigi va,r hægt að koma
neinni eilífri frumsjón fyllilega að við eðli hins lík-
amlega og holdlega, og að um það væri því ógjor-
andi að staðhæfa neitt með fullri hugsunarvissu. —
Það fer eigi hjá því, að lesendum vorra tíma muni
þykja sumar af kenníngum Platons kynlegar, t. d.
sú, að hnettirnir, sólin og pláneturnar séu lifandi
verur, en — sömu skoðunar var hinn mikli stjornu-
fræðíngur Kepler (harmonia mundi) og meira að
segja, eigi er hægt að fá annað út af Hegels Natur-
philosophie, sem og í öllu því stjörnufræðislega fylg-
ir Kepler, og kallar líf hnattanna hið kosmiska lif
(heimslífið).
Af þvi sem á undan fer, má sjá, að Platon,
eins og flestir, ef eigi allir spekíngar fornaldarinnar,
skoðar efnið materiuna, ’j'Xtj sem eilífa, og því jafn-
gamla andanum, NouS, guði, og somu skoðunar eru
nú einnig hinir nýrri. En — þarfyrir er Platon eigi
algyðíngur, panþeisti, því heimssálin — og alheim-
urinn er samkvæmt hans kenníngu einnig lifandi
vera — er heiminum raunar gefin og innblásin af
guði, eptir hans eigin mynd, en ófullkomnari og
bundnari við það holdlega, likamlega, en guð sjálf-
ur, sem, eptir Platon, er það sem Kant mundi hafa
kallað þá hreinu skynsemi, og því, segir, Platon,
»hefur guð með tilliti til hinna skiljanlegu hluta,
«bins andlega, sörau þýðingu fyrir oss, eins og sólin,
«að þvíersnertir það sýnilega«; hann er fullkominn
andi, sem þvi í eiginlegum skilníngi og eins og
■Grikkir hugsuðu sér, enga sál hefur, með því sál
2