Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 20
20
Origenes (contra Celsum, VI, 8) hefur eptir honum,
hefði i bréfum (til Hermeiasar og Koriskos) framsett
kenningar og Dogmata, sem hvergi annarsstaðar 1
ritum hans finnst neinn vottur til, og sem hans fremsti
lærisveinn, Aristoteles, ekkert þekkir til. Því þó svo
kunni að vera, að hann, einsog t. d. Pindar, ástund-
um bregði fyrir sig. kreddum úr Eleusis-dylgjutrúnni,
þá er þesskonar hvergi mergur málsins hjá honum,
en aðeins skáldlegir útúrdúrar, til að skíra hofuð-
iærdómana. Af þessu hefur það og orsakast, að
hinir svonefndu »nýplatonsku« heimspekingar alex-
andrínska skólans (Plotinos, Jamblichos, Proklos o.
fl.) kendu sig sérílagi við Platon, þótt þeir engu síð-
ur stunduðu heimspeki Aristotelis. í enni skáldlegu
og sagnariku speki Platons fundu þeir fleiri átyll-
ur fyrir dylgjutrú sinni, heldur enn í hinum stránga
Aristoteles, sem aldrei dvaldi á draumalandi. En — á
hinn bóginn sýnir það ljósast, hver áhrif Platon hafði
frameptir öldunum (og það innanum á kristna menn,
einsog t. d. Origenes), að Plotinos, sem lifði undir
keisurunum Gallienus og Claudius II, á þriðju öld-
inni e. Chr., eigi aðeins dýrkaði Platon sem nokk-
urskonar hálfguð, heldur var kominn á fremsta hlunn
með að ávinna það við Gallienus keisara, og konu
hans Salónínu, að þau létu byggja borg í Kampaniu,
er skyldi heita PJatonopolis, og hlýða Platonskum
lögum (Porphyr. æfl Plot.). Er það ennfremur ljóst,
að það sem hefur áunnið Platon þetta mikla álit og
þessa mörgu áhangendur, einnig meðal kristinna
manna, er sú kenníng hans, sem jeg nú kem til, og
sem er svo heppilega gripin úr andans djúpi, að hún
valla mun nokkurntima falla úr gildi.
Það sem sérílagi einkennir heimspeki Pl^itons,
og bæði hefur gefið henni sína miklu þýðíngu fyrir