Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Qupperneq 21
21
visindin allt til þessa, og eflaust aldrei raun fyrnast,
er frumnjóna kenuíng hans, ('ídeM-lærdóraurinn). Þenn-
an lærdóm hefur hann eigi frá Sókrates, að rainnsta
kosti eigi nema óbeinlínis, sem ráða má at því, að
sú samræða, sem kennd er við Eleataspekínginn
Parmenides, og oðrum fremur hetur frumsjónirnar
fyrir texta, er hin eina, þar sem hann lætur annan
speklng (sem sé Parmenides) reka Sokrates, »er þá
var á únga aldri«, í vorðurnar. I Timaios og Kritías
er Sókrates áheyrandi ásamt oðrum, en 1 Parmenides
tekur hann þátt í umræðunum og verður undir, en
Parmenides leggur á smiðshöggið með rannsókninni
um sambandið milli hins Eina (£'v) og þess Marga
(tcoaXoÍ). — Allt það sem vér skynjum með skilning-
arvitunum, sem vér sjáum, heyrum, tökum á, o. s.
frv., allt hið líkamlega, holdlega, allt hið útvortis er
á sífeldri rás og breytíngu, og hefur engan fastan
samastað hvorki að tölu né ástandi til, þetta marga
er ávallt að verða, en nær eigi fastri tilveru (jcávra
psí). Vér verðum þess varir, en höfum að eins laus-
lega meiníngu um það (5o$a).
Hitt aptur, sem vér skynjum með hinni andiegu
sjón, með hugsuninni, skilníngnum, skynsemumi, stækk-
ar hvorki né mínkar, fjolgar hvorki né fækkar, né
breytist á annan hátt. Þetta er hið eina, eilífa, aud-
lega, sér sjálfu líka, það sem Platon í Tiraaios kall-
ar, »hið sama« (raurov) i mótsetníngu við hið breyti-
lega og forgengilega, »hitt« (ro srspov). En eins og
manneskjurmi eru gefin þessi tvennskonar skynjun
arfæri, liin líkamlegu til að sjá og jieyra með o. fl.,
hin andlegu til að greina og skilja með, til náms, til
skilníngs á því fagra og góða, til hondlunar á sann-
leikanum, — eins hljóta á hinn bóginn fyrir utan
manneskjuna að vera tvennskonar skynjunarefni,