Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Qupperneq 22
22
hið marga, stundlega, breytilega og hverfula, og í
annan stað hið eilífa, andlega og stoðuga, sem < raun-
inni er eitt, þó það, likt og hafið', hafi fjolda af old-
um, með oðrum orðum hinn sýnilegi, átakanlegi o.
s. frv. alheimur og í annað stað alheimssálin ([xaxpóxo-
ajtop). En nú afleiðist einsog vér sáum í Timaios tím-
inn af eilífðinni og hið tímanlega af því eilífa; þetta
siðara var því á undan þvi stundlega og hefur því
frá ondverðu markað það sinu marki. Þannig eru
hinar eilifu frumsjónir komnar fram, þannig skilst,
það sem annars væri óskiljanlegt, að sami hluturinn
geti verið einn og (skiptst i) fleiri, verið stór og lít-
ill, verið líkur og ólíkur, hreifst og staðið kyrr, eptir
því sem hann hluttekur (jj.stox.si.) í frumsjón hins Eina,
hins Marga, hins Stóra, hins Litla, hreifingar, kyrrð-
ar o. fl. Frumsiónirnar eru almenns eðlis, þótt sum-
ar séu lægri en aðrar, og stíga frá því lægsta til
hins æðsta, sem sé frumsjónar hins Fagra, Góða og
Sanna, því það sem er fagurt, gott og satt fyrir mann-
legum augum, er eigi sjdlft hið fagra, góða og sanna,
heldur aðeins hluttakandi í frumsjón fegurðar, gœð-
sku og sannleika, og myndað eptir þessari eilífu fyr-
irmind (7capá8s!.Y!J.a); það heitir í höfuðið á frumsjón-
inni, en er eigi hún sjálf. »Þeir sem lengst komast«,
segir Platon, »í skoðun hins fagra og sanna, eiga
»erfiða leið upp á hæsta og brattasta íjailtind, marg-
»ar torfærur yfir að fara, skriðjokla og jokulsprúng-
»ur, og þegar upp er komið, er loptið svo svalt og
»þunnt, en undir eins svo hreint, að fáir þola að dvel-
»ja þar lengi og litast þar lengi um, svo mikil sem
»birtan er og víðsýnið« — Ennfremur eru þessar
frumsjónir það verulega i hlutunum, það sem Kant
1) Symposion, 7rlXayop tou xakou.