Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 23
23
kallar das Ding an sich, óháð missýni manneskjunn-
ar eða ófullkomlegleika skilníngarvitanna; að vér
fáum augastað á þessum frumsjónum, er voru önd-
verðlega eðli að þakka, er manneskjan, eins og fyr
er sagt, »í fyrstu kynslóð« kom frá skaparans hendi
(Timaios, 42); því eru frumsjónirnar nú hjá oss end-
urminningar frá þessu fyrsta sakleysisstandi; »minn-
»ið geymir eigi trúlega, nema það verandi, það stoð-
»uga í hlutunum, og það eir,a stoðuga eru frum-
»sjónirnar; því með hverju móti mundu dýrakynin
»varðveitast, ef dýrin eigi einnig hefðu skímu af
»kvnsfrumsjóninni, og hefðu af náttúrunni þegið
»vitund til þess?« En nú muna dýrin, hvers kyns
og hverrar tegundar þau eru, og því samlaga sig
að eins samkynja skepnur hver annari, til að auka
kyn sitt (Symposion), og leita þeirrar fæðu sem þeim
er eðlileg, en eigi þeirrar, sem er oðrum dýrakyn-
um munntom. Sama er á hærra stigi að segja ura
samvitsku mannanna, og hvað er að hafa lögmálið
skrifað í sínu hjarta, nema það, að hafa frumsjón
hins rétta skrifaða þar, sem endurminníngu frá sál-
arinnar fyrra lifl? — Hvaðan kemur mindasmiðun-
um gáfan að búa til fagra mindarstyttu? Eigi frá neinni
dauðlegri fyrirmind, þó þaðan kunni að koma bend-
ingar um einstakar hliðar fegurðarinnar, heldur frá
frumsjón hins fagra, sem stendur honum fyrir þeim
innri hugskotssjónum, og hann ránkar við hann hafi
séð í sínu fyrra lífi. Feidías hafði engan dauðlegan
líkama fyrir augum, þegar hann bjó til styttuna af
enum ólympiska Seifi, og Aþena Polías var eigi högg-
in eptir neinum dauðlegum kvennmanni. Feidías
hafði séð bæði með andans auga. Platon neitar því,
að mannlegur andi hafi fundið þessar frummindir,
með þvf, að hugsa alla þá sérstakari eiginlegleika