Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 24
24
burt frá hlutunum, unz hlutarins almenna eðli var
eitt eptir (abstraction): hið fagra hluttekur t. d. i ýms-
um oðrum frumsjónum en fegurðarinnar; það getur
verið stórt, lítið, allavega litt, úr dýrmætu efni, en
ekkert af þessu gjörir það (t. d. mindarstyttuna) fag-
urt; til þess þarf annað og meira; það sést með and-
ans, með skinseminnar innra auga, en verður eigi
sannad með rokum. Sama er að segja um það góða;
hin innri, andlega tilfinníng þekkir það, og þekkir
það strax; þá fyrst kemur vitið og hugsunin að, og
staðhæfir, að tilfinníngin, samvitskan hafi rétt að
mæla. Frummindirnar finnast því eigi með mann-
legum afdrætti (abstraction); þær eru til áundan bæði
mönnum og skepnum, og eldri en hið skapaðn, með
því þær eru eilífar. Hið sanna aptur á móti játar
hann sé svo sameiginleg hugmind fyrir allar frum-
sjónir, að það í rauninni eigi sé annað, en einkenni
þeirra, og þess sera þeim er samhljóða. Þetta læt-
ur Platon Parmenides sýna tramm á í samræðunni
með þessu nafni en Sókrates gjöra ennþá ijósara í
Þeaitetos gagnvart kenningu Protagorasar, Herakl-
eits og Empedoklesar um, aðalltsé »á floti«, en ekk-
ert stöðugt. Lætur Sókrates þar á sér heyra, að
þótt honum virðist Parmenides hafa farið oflángt í
að kyrrsetja hið Eina, þá »leizt mér svo á mann-
»inn, er eg i æsku minni, en elli hans, kynntist hon-
»um, sem væri hann bæði virðíngarverður og skæð-
»ur mjög; var undra djúp í honum, og hef eg meiri
»beig af honum einum, en af öllum hinum. Er eg
»enda hræddur um, að oss verði erfitt að skilja haun
»og að talsvert vanti á, að vér getum fylgt honum
í hugsuninni-----« (Þeaitet. 183, E, 184 A.). Þar á
móti fer Sókrates mjög illa með Protagoras í sam-
ræðunni með sama nafni, og er bæði á þessu og