Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 25
25
öðru fleira (t. d. Hippías hinn stærri, 287, C) svo að
sjá, sem Platon hafl sjálfur hallast að kenníngum
Eleatanna i höfuðefninu. Þá gagnstæðu leið hafa hiu-
ir nýrri heimspekingar farið, þángað til Hegel sneri
við aptur og Arthur Schopenhauer loksins lét sér
líka, að ganga Platons gotu. Agreiníngurinn milli
Platons á annan bóginn og sumra hinna nýrri heim-
spekínga á hinn, er sá að þeir hyggja frumsjónirnar
séu aðeins fundur mannlegrar skynsemi, og aðeins
til í henni (subjectiv), en Platon og með honutn Hegel
og Schopenhauer ætla, að í sjálfri verandinni sé skyn-
semi (objectiv) og frumsjónirnar hofuðformur og upp-
hafsstafir þessarar almennu heitnsskynsemi. Því kall-
ar Piaton frumsjónir t. d. dýrakynjanna og mann-
eskjunnar: »sjálf-hestinn«, o. s. frv. og »sjálf-mann-
inn«, sem kom Aristoteles til að tala utn þriðja hest-
inn og þriðja manninn hans Platons, með því Platon
komst svo að orði, að »frumsjónirnar sæi hann með
»þriðja auganu, andans-auga«.
Sönnunarlistina, dialektíkina, skapaði Sókrates.
Raunar höfðu Grikkir áður ena svonefndu þrœtni
(eristik), sem mest var fólgin í hártogun og hótfindni.
Hana brúkuðu hinir alkunnu sófistar til þess að sanna
með hvað sem vera skyldi, og sumir af hinum eldri
spekíngum þeirra (Zenon frá Elea o. fl.) viðhöfðu
hana á stundum sem nokkurskonar hugsunar leik,
meðfram til þess að æfa skarpleik lærisveina sinna.
Sókrates þar á rnóti æfði þenuan skarpleik yfirhof-
uð að eins til þess, að vísa hleypidómunum á bug,
hreinsa hugmindirnar, og finna sannleikann, þó lítur
svo út, sem hann, eða máske heldur Platon sjálfur,
á stöku stað hafi lagt áherzluna á að hrekja mót-