Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 26
26
partini), t. d. i Prótagoras, og að sumum af samræð-
um Platons, t. d. Charmides, má heizt finna það, að
eptir allan skarpleikann er maður jafnnær og spurn-
íngunni, sem fyrir var lögð, ósvarað, eður eins
og Sókrates orðar það, »hið andlega afkvæmi, sem
»hann, líkt og ljósmóðir, var að hjálpa þeim til að
»fæða, er hann átti orðastað við, reyndist óknéset-
»jandi«. A þessari list er hugsunarfrœðin grundvöll-
uð, sem raunar jafnan kemur fram í samræðum
Piatons, en hvergi jafn beinlínis, einsog i Parmenides
og Sofistanum. í hinni fyrrnefndu samræðu er með
skarpleika, sem varla nokkur eldri eða yngri heim-
spekíngur mun hafa farið fram úr, sýnt fram á,
hvernin bæði frumsjónir og aðrar hugmyndir renni
hver yfir i aðra, og að engin geti án annarar ver-
ið, og — það, sem mest er vert, og Hegel auðsjáan-
lega hefur tekið eptir Platon í hinni svonefndu »objek-
tívu logik«, — að þessihugsun, þessi röksemdaleiðsla
sje eigi að eins til í mannlegri skynsemi, heldur sé
hún einnig fólgin í sjálfum hlutunum fyrir utan oss,
sé nokkurskonar hugsun hins líkamlega, endurskin
og bergmál hinna eilífu frumsjóna í því forgengilega
og timanlega. Einsog Platon gefur sjálfur að skilja,
með því að eigna hinum eleatiska emíwp'ar-spekingi
Parmenides samræðuna, og láta hann vera hinn
spyrjandi, er höfuð áherzlan lögð á hið Eina í sann-
leika verandi, er komi fram f enu Marga breytilega
og aðeins verðandi, og það svo, »að sé hið Eina eigi
til, þá er ekkert til«. —
I Sofistanum, sem eiukum á við mismuninn á
hinu veranda (xo óv) og hinu eigi veranda (to óv),
taka Sókrates og gesturinn frá Elea einn af hár-
togurum Aþenuborgar fyrir, og vefja honum svo um
ffngur sér, að sofistinn veit bókstaflega hvorki upp