Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 27
27
né niður; sýna þeir honum fyrst, hvernig löndin
liggja saman milli hins veranda og eigi veranda,
með þvf ómögulegt sé, að gjöra neina játningu, án
þess henni fylgi 'ótal neitanir, að á sama vetfangi,
sem sagt sé, hvað hluturinn sé, er hugsað allt, sem
hann er eigi (maður = eigi hestur, eigi ljón, o. s. frv.;
hvítur = eigi svartur, eigi rauður, og s. frv.), og að
þessu leyti sé ov og ixvj ov hið sama; jeg get eigi
hugsað hvað hluturinu sé, án þess undir eins ósjálf-
ráðt að telja upp í huganum, hvað hann sé ei, öll
játníng sé því neitun, eða réttara sagt margar neit-
anir. Þvínæst sýnir Sókrates fram á, að í raun og
veru séu hlutirnir, hið einstaka, breytilega, eigi, og
því síður opt og einatt, það sem þeir séu sagðir
vera; jeg er eigi maður, og meira að segja enginn
einstakur maður er maður; jeg er N. N., þú ert mað-
urinn N. N. o. s. frv , en maður finnst eigi i þeim
sýnilega heimi, maður er frumkyn, frumsjón, jeg og
þú heyrum undir kyntegundina maður. Loksins, þeg-
ar hann er búinn að þvæla og hrekja sofistann lengi,
lætur Eleatinn hann vita, að speki sofistanna aðeins
fáist við to jj.’rj ov, og að munurinn á spekingnum og
sofistanum sé þessi: »hinn fyrri dvelji i þvi ljósi, að
»eigi nema æft og skarpt auga fái séð hann, en
ssofistinn búi í því kolniða myrkri, að ekkert auga
»geti fundi hann i skotinu«.
Eins og andinn í ritum Platons er bæði djúpur
og háleitur, eins er still og orðfæri bæði ljóst og
skáldlegt, enda segir Aristoteles um hann, að orðfæri
hans sé mitt á milli skáldskapar og óbundinnar ræðu.
Optast lætur hann samræðurnar atvikast á þeim stað
og með þeim hætti, sem best á við inntakið, og yfir