Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 28
28
þeim er einhver snildar og fegurðarblær, sem stór-
um tekur Xenofon fram, t. d. þegar Platon i Fæd-
ros lætur Sókrates mæta Fædros fyrir utan Aþenu-
borg: setjast þeir undir hlynviðargreinum á Ilissos
fljótsbökkum, og láta fæturnar iafa ofaní vatnið í
sumarhitanum, en skógartísturnar kvaka allt i kring,
og hefja þeir þar þessa annáluðu samræðu um hið
fagra, sem ollum mun minnisstæð, er lesið hafa.
Ellegar i xamdrykkjunni (2ujj.7coffiov), þar sem þeir
sitja við hljóðfæraslátt, með blómsveiga um höfuðin,
hjá skáldinu Agapon og ræða um ástina, og sína
meiningu segir hver, þarámeðal gleðileikaskáldið
Aristofanes, og flestir eru búnir að leggja orð i belg,
þegar Alkibíades kemur óboðinn og góðglaður og
setst hjá Sókratesi, sem þá, eigi eins og vant er í
spurníngum, heldur í samanhangandi ræðu, lýsir eigi
hinni holdlegu ást eður ást til neins einstaks, heldur
hinuin háleita kærleika til þ®ss fagra og góða, og
segist hafa þessa lýsíngu eptir konunni Díotima.
Nú tínast gestirnir smámsaman burt; en þeir verða
einir eptir, Sókrates og Alkibiades, og um morgun-
inn, þegar birtir, sitja þeir enn uppi, báðir ódrukk-
nir og ósifjaðir, í alvarlegri samræðu. Eigi hrýtur
Sokratesi neitt óþægðar orð til Aristofanesar, þótt
skáldinu væri tamt, t. d. 1 »Skýjunum«, að draga
Sokrates upp í háði. Allt fer kurteislega og fagur-
lega fram, en þó í gleði og glaumi, og sézt hér ljós-
ast munurinn á Platon og Xenofon, sem einnig hef-
ur ritað Symposion, en fremur þurrt og leiðinlegt.
Platon var of skáldlega gjörður, til þess að finna
eigi, að í sarndrykkju yrði að vera glatt á hjalla,
þó 8amræðurnar aldrei nema væru um háieitt og
heimspekilegt efni. Þegar jeg undantek kaflann i
Timaios, þarsem hann er að lýsa, eptir kenningu