Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 29
29
Pyþagorasar, hvernin allsherjarguð hafl mindað heim-
inn og heimssálina eptir rómformunum og tiltölum
talnanna, og þannig skapað harmoniam mundi, er
Platon yflrhofuð ljós og auðveldur hverjum þeim,
sem vill hafa fyrir því, að lesa eina eða tvær sam-
ræður; er það auðfundið, að hann hefur skilið til
fulls sjálfur, það sem hann vildi sagt hafa, og er
stórmikill munur á að lesa hann eða sumaafhinum
nýrri, einkum þýðverskum heimspekíngum, sem hætt
er við hafi eigi alténd skilið sig sjálfir. Auðséð er,
að hann hefur verið mjög vel að sér i þeim vísind-
um, sem á Grikklandi voru haldin nauðsynlegur
mentunarstofu, sérílagi tölvísi og rúrafrœði og með-
fram stjörnufrœði, enda heimtaði hann af lærisvein-
um sínum, að þeir væru vel á veg komnir i þessum
frœðum, áður en hann tók þá að sér, en skoðaði
þessi frœði þó aðeins sem undirbúníngs nám undir
heimspekina, og líkti þeim, sem létu þar við lenda,
við biðla Penelopu í Odysseifsdrápunni, sem eigi
gátu náð ráðahag við Penelopu sjálfa, en sváfu hjá
þernum hennar. — Sem vott þess, hve ljósar hugs-
anir Piatons eru, skal jeg að endingu geta þess, að
Sören sálugi Kierkegaard réði þeim námsmönnum,
sem kvörtuðu yfir, að þeir ættu erfitt með að skilja
fyrirlestra háskólakennaranna dönsku, Sibberns og
Rasmusar Nielsens, yfir hugsunarfrœðina, til að lesa
Sofistann og Parmenides eptir Platon, og tók Sibbern
til þess ástundum, hversu þeir stúdentar hefðu skilið
sig vel1. (Prh. i næsta árg.).
1) Uinni einkennilegn rjettritun höf. er haldið óhreyttri.
Ritnefndin.