Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 32
32
*
dag, sera honura var þó bannað, en ekki vissi hann
fyr af, en hann steyptist á höfuðið i brunninn.
Stúlka ein var nálæg, og náði hún sem nauðugleg-
ast í hár hans, og var hann þá nærri drukknaður.
I öðru sinni fekk hann að sitja i ferju hjá fóður
sinum, þvi Konráð var ferjumaður við Héraðsvötn-
in, vissi Konráð þá ei fyrri til, en Gísli steyptist á
höfuðið útbyrðis, en það vildi til, að ferjutogið hafði
slegist um fót honum, svo hann fórst þar ei
með öllu.
Gísli var all bókhnýsinn í æsku en engi var
þess kostur að honum yrði neitt kennt, því móðir
hans var varla bænabókarfær, og varla var honum
meira kent cn þekkja stafi, og svo var um þá báða
bræður, en Konráð var meira hneigður til smíða.
Gísli fýstist mjög að læra að skrifa; bjó hann sér
til blek úr steinkolum, sem hann neri í vatni á
tindisk, og hafði í fjárhúsum, er hann skyldi vinsa
garða-ló og bera moð; kom svo að Gisli nam að
lesa skrift og að pára nokkuð, en mjög hélt móðir
hans þeim til tóvinnu, og vann Gísli hana jafnan
nauðugur. En af því móður hans þótti mjög gam-
an að sögum og rimum, þá freistaði Gisli að útvega
þær, og frelsaði sig með því við tóvinnuna, þótt
hann væri raddstirður. Stafagjörð sína lagaði Gísli
eftir ýmsu þvi, er hann sá og í náði. Allóskipulegt
var pár hans i fyrstu og miklu meiri var námfýsn
hans og iðni við það en næmi. Þá var hann 8 eða
D vetra, er hann heyrðist fyrst gjöra vísu; þótti
mörgum það eigi óliðugt, er hann kvað á yngri ár-
um, og var stundum nfðskár kallaður.
Haustið 1796 andaðist Konráð, faðir Gísla.
Fékk Gfsli þá i arfahluta sinn 10 hndr. í Egilsá, 7
hross og allmikið lausafé annað, bauðst Eggert prest-