Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 34
34
ar, er vestar eru, og var sund í öllum. Svo fór og
við meginvötnin undan Ási, þar sem ferjan var á,
hræddist sveinninn heldur það sund, er svo var af-
arlangt, signdi sig og bað fyrir sér. Synti folinn
þar yfir í vari af Hrygg og böggum hans. Ekki
náði Gísli honum heldur á Rípurbökkum, og varð
því að synda Eyhildarholtskvísl; hið 6. sund fékk
bann fyrir framan Borgareyrar í vesturvötnum. Gat
Gísli fyrst handsamað Hrygg í Vallasporðum; furð-
aði marga að sveinninn skyldi af komast á folanum
i slíkum vatnavöxtum. Þetta sama vor síðla var
Gísli látinn fara suður á land sem lestadrengur og
var það í íyrsta sinn, er hann kom á Suðurland.
Var það þá, að þeir, er hann var með, áðu í Húsa-
fellsskógi, og reið einn þeirra heim til Húsafells að
fá sýru á kút; vildi Gísli fara með honum heim til
Húsafells, og fýsti mjög að sjá Snorra prest Björns-
son, er þá var þar enn á lífi, hafði Gísli heyrt rím-
ur eftir prest og fieira frá honum sagt. Þegar
þangað kom, var Snorri prestur úti að skógarkurli,
og spurði frétta. Var þeim Gísla borið gnógt skyr
og mjólk. Allmikilúðlegur þótti Gísla prestur, reg-
ingildur með loðinn skúf á nefi, á silfurhnepptum bol
og peisu innan undir. Gísli sagði í hljóði við þann
er með honum var: »það er naumast hann er nafn-
frægur karlinn sá arna!« en þó Gísii talaði lágt, þá
heyrði prestur, og mælti: »Ekki verður þú ónafn-
frægari, drengur minn!« Gisli fyrirvarð sig mjög;
virti hann það spott eitt er prestur sagði; og vildi
helzt aldrei hafa talað þar um nafnfrægð prests.
Var þetta tveim vetrum fyrir andlát Snorra prests.
Á þessari ferð kvað Gisli stökur nokkrar, sem enn
eru til. Það var og þetta sumar, að Gísli var
hestasveinn á suðurferð með Ara lækni Arasyni á