Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Blaðsíða 35
35
Flugumýri, fóru þeir Kjalveg í þoku mikilli til og
frá, og var kunnleiki góður milli þeirra siðan.
Það var vorið 1803, að Grísli var fyrst látinn
fara til Drange>jar með Jónj Jónssyni, Grímseyjar
formanni, er þá bjó í Hólakoti; vóru 5 hásetar á
skipinu og vóru þeir allir vel til Gísla; kölluðu þeir
hann harðan og viljagóðan, þótt hann mætti sér
lítið; fékk hann hvern mann til að glíma við, sem
bann gat, og kom svo, að fáir stóðust við, svo var
hann mjúkur og fylginn sér, — en vetur hinn næsta,
1804, um þrettánda, fór Gísli fyrsta sinn suður á
land til sjóróðra og reri á skipi Jóns Bjarnasonar í
Svalbarða á Alptanesi, — var það þá um veturinn,
á suðurleið, að hann gisti á Melum í Hrútafirði, hjá
Sigurði hreppstjóra Sigurðssyni, og komst Gísli þá í
kunnleika við Sigurð og Óláf son hans, sem var 2
vetrum yngri en Gísli, og urðu þeir síðar alda vin-
ir. Það var þenna vetur, að Gísli afritaði sögu af
Parmes Loðinbirni fyrir Eyjólf Jónsson á Skógtjörn,
og Trójumannasögu fyrir sjálfan sig. Kvað hann
þá og ýmislegt, og er sumt af því enn til. Kom
hann þá heim til sín úr verinu í 14. viku sumars,
og var við slátt um sumarið, en veturinn eftir gætti
hann fjár um daga, en afritaði sögur fyrir Gottskálk
stjúpa sinn, sem þá tók að safna þeim og láta Gísla
afrita.
Jón prófastur Jónsson í Hofstaðaþingum, (siðar
í Grímstungu), átti dóttur þá er Sigríður hét, ól hún
barn ógipt í föðurgarði, er hún var 17 vetra göm-
ul, með Benidikt Ólafssyni frá Rauðhúsum, dóttur-
syni Jóns prests Sigfússonar í Saurbæ í Eyjafirði.
Var Benidikt þá 19 vetra, hafði Jóniprófasti mislík-
að það allmjög. Barnið var nefnt Efemia, og var
hún fædd 16. september 1780; ólst hún fyrst upp
3*