Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Qupperneq 36
36
með Jóni prófasli afa sinum, en var síðan komið í
fóstur til Egils á Miðgrund, föður-bróður Gísla Kon-
ráðssonar; síðar var hún hjá Þorláki stúdent Hall-
grímssyni á Reynistað, og þar eftir hjá Gunnlaugi
presti Magnússyni á Hafsteinsstöðum. Varð hún
mjög vel að sér í handiðnum, fluggáfuð og skáld-
mælt, og heppin yfirsetukona. Það var nú haustið
1804, að Efemia var fengin til sauma að Völlum, og
drógust þá saman ástir þeirra Gísla, þó á fárra vit-
orði væri það, og hétu þau hvort öðru trú sinni, er
stundir liðu. Hafði Gísli mikla löngun á að fara
utan og nema lög; eggjaði hún hann á það, og það
þó hann yrði að selja til þess jarðarpart sinn. Næsta
vetur réri hann enn suður á Álptanesi, enn um vor-
ið flutti Gottskálk frá Völlum að Stafni; vildi Gfsii
þá fara frá þeim Gottskálki, enn þau töldu hann
mjög á að vera kyrran. og ganga að eiga Stein-
unni, systur Gottskálks, var hún allvel fjáð, og
sæmileg mær, vildi og Steinunu það sjálf, og sótti
heldur á, enn jafnan hugði Gisli á heitorð þeirra
Efemíu. Vetr hinn næsta, 1806, réri Gísli á Álpta-
nesi, og afritaði margar sögur fyrir ýmsa, en um
vorið er hann var komin norður, kom Efemia til
fundar við hann að Stafni, því mjög var það úr
talið og meinað að hann féngi hennar; hét hann þá
að finna hana um haustið. Hafði hún tekið part af
Hoitsmúla til ábúðar, og bjó þar með kvigu eina að
fyrsta kálfl, var það nær aleiga hennar, — en svo
fór um föðurarf þeirra Konráðssona, að þeim var
skilað bánkaseðlum, dal móti dal, en seðlarnir þá svo
fallnir að þeir giltu við 8 og 16 skildinga og síðan
með öllu ónýtir, og svo kvað Gísli sfðar um fjár-
haldsmenn sina: