Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 37
Gjald til þarfa geymdu sér, | gættu’ ei þankans eðla,
fyrir arfinn fengu mér | fallnabar.kaseðla.
Um haustið rak Gisli 3 sauði gamla, norður til Efe-
míu, og bað hana hafa til vistar sér, enn þá vildi
hún að hann færi til sín þegar, þvi það ár var
Gísli fyrst sjálfs síns, enn það vildi Gísli ekki, og
kvað óráðlegt að fara ekki suður til róðra, eða ann-
arar atvinnu, þótti þá sinn veg hvoru; vildi Gisli
að hún biði eftir sér 2 eða 3 vetur, ef hann gæti
farið utan, en hún kvað honum mundi ganga til und-
anbrögð, og vildi ei því lofa. Réri hann nú enn
suður á Alptanesi um veturinn 1807, og fékk afla
góðan. Réð Bjarni kaupmaður Sívertsen honum
mjög til að fara utan og bauð honum far ókeypis
hafði Gísli þá fengið bréf að norðan, og var þess
þar með getið, að Steinunn Egilsdóttir væri með
barni hans. Sagði Gísli Bjarn t kaupmanni alt af
þvi sem var, en Bjarni kvað það ekkert gjöra, og
hvatti hann sem mest fararinnar. Fór Gísli nú norð-
ur um vorið, og eggjaði móðir hans hann mjög til
að eiga Steinunni, enn taldi hann með öilu af að
hugsa um Efemíu. en Gisli kvaðst ei nenna að eiga
konu nauðugur, mundi hann selja jarðarpart sinn,
og skilja nokkuð eftir til framfæris barninu, ef það
lifði, en utan mundi hann fara sjálfur, og freista
hversu til tækist. Nú fann Gísli Efemíu, og segir
henni, hver galli sé orðiu á ráði sínu, og í ráði hafi
hann nú að fara utan, en hún kvaðst þá efa alhuga
hans, ef hann gangi eigi þegar að giptast sér. Skuli
hún að engu telja að, þótt hann eigi barnið með
Steinunni, og vilji hann undir eiga, hversu hún reynd-
ist þvi, ef á þyrfti að halda. Þótti Gísla þá ómann-
legt að láta sér iila fara, er hann sá trúnað henn-
ar; lét hann þá þegar lýsa. Gaf Páll prestur Arna-