Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 40
40
ir 1810, hafði hann orkt rímur af Agli Síðuhallssyni,
af Ölkofraþætti, og 13 Andra rímur, og mjög margt
fleira, sem nú er tapað.
Það var vorið 1818, er Gfísli var fyrir sunnan,
áður hann færi norður, að honum barst brjef
frú Gottskálki stjúpa sinum, var þar sagt að
Jófríður, móðir Gisla væri látin, og Gísli aðvaraður
að vera við skipti eptir hana, voru þá 4 dagar til
skiptadags, er Gísla barst bréfið, sá Gísli glöggt, að
ei mundi Gottskálk hafa tilætlað, að hann kæmist á
skiptafundinn. En þó tíminn væri allnaumur, tók
Gisli hest á leigu og lagði á stað úr Reykjavík með
öðrum manni skagfirzkum er Einar hét, fóru þeir
sem leið liggur að Kalmanstungu, — en þaðan lögðu
þeir upp norður fjöll; vóru þeir að öllu matarlausir,
nema tvær hveitibrauðskökur og einn brennivíns-
pela höfðu þeir, og þótti það djarfræði mikið, fóru
þeir Norðlingafljót á jökum, og þaðan komu þeir
aldrei á hestsbak, norður Arnarvatnsheiði, Sand
allan og Öldur, allt að Sauðafelli, nema Flóann urðu
þeir að láta synda á Sandi. Fóru þeir á rúmum
sólarhring frá Kalmanstungu undir fellið, þar lögð-
ust þeir niður, frost var á um nóttina, en heiðbirta,
urðu þeir að standa upp aptur og glíma til hita sér.
Þegar kom norður á Hæringsgilsheiði, fundu þeir
grasastúlkur við tjald frá Mælifelli, og fengu hjá þeim
mat, því ærið voru þeir orðnir hungraðir. Eptir
það héldu þeir leið sína; var þá fyrir viku búið að
skipta eftir Jófríði, og hafði Gísli mjög lítið af þeim
arfi, því Gottskálk taldi Gísla til skuldar allt upp-
fóstur Benidikts launsonar hans, og fór að öllu öðru
sem hann kunni, til þess að ná undir sig eigum
þeirra Konráðssona. Þá hafði Gísli fengið til ábúð-
ar Bakka í Vallhólmi, sem Jón prófastur Konráðs-