Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 41
41
son átti, og var Efemia kona Gísla komin
þangað, þegar hann kom heim. Hafði Þorsteinn
í Húsey 5 hndr. af jörðinni, og var gott nágrenni
við hann, en Gísli átti að gjalda eftir bundrað á
landsvísu í sauðum og smjöri.
Það var nú á næsta hausti, að Bogi stúdent
Benidiktsson á Staðarfelli bað Jón prófast Konráðs-
son gamlan vin sinn, að útvega sér Árbækur Espó-
líns afritaðar, og fékk prófastur það af Gísla með
ráði Espólíns. Byrjaði Gisli þær viku fyrir Jóla-
föstu, en lauk þeim viku fyrir sumar, og gaf þó
bæði kúm og kindum, en Konráð litli, sonur Gísla,
hirti húsin. Það varð fyrir sumarmálin, er Gísli reið
til Mælifells að skila Árbókunum, að á heimleiðinni
datt með hann meri sú er hann reið, afsafengin.
Var hún vön að kollhlaupa sig og varaðist Gísli það
jafnan, en nú datt hún á hliðina og varð undir henni
fótur hans og vattst í lið, svo ekki fékk hann á
hann stigið í 3 vikur. En á Árbækur galt prófast-
ur Gísla 16 fjórðungavirði ullar eður smjörs. Opt
hafði Gísli áður skrifað fvrir Jón prófast, og þegar
hinar nýju Ministerialbækur voru skipaðar, þá lét
Jón prófastur Gísla stryka þær og undirbúa fyrir
sig að öllu, var hann þá viku á Mælifelli að undir-
búa bækurnar. Svo gjörði og Gísli fyrir Pétur pró-
fast, er þá var kominn að Viðivöllum, að hannund-
irbjó fyrir hann bækur þessar, og skrifaði fyrir hann
um 3 vetur, og þá goð laun fyrir.
Á B tkka fæddist þoim Gísla sonur, þann 30.
apríl 1819, sá var nefndur Aron og varð afarbráð-
gjör og skarpgáfaður, en hann dó 1827, og var þeim
hjónum það hinn mesti liarmur.
Þegar Benidikt stúdent Vigfússon (síðar prófast-
ur á Hólum) hafði fengið Þorbjargar dóttur Jóns