Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 43
43
að kynna sér hana, áður hann legði út í að afrita
hana, en bæði fékk hann góð og mikil laun hjá
Scheving fyrir starfa sinn. Margt fleira afritaði
Gisli fyrir Scheving, og þar á meðal mikið af kvæð-
um Eggerts Olafssonar, sem Scheving útvegaði Rasm-
usi Rask. Það var vorið 1824, að Gísli fór suður
lestaferð og hafði Konráð son sinn með sér; var
hann þá á 16. ári; hafði hann áður komið því i orð
við Scheving að prófa námsgáfur Konráðs. Var
sveinninn mjög syfjaður og lét Scheving hann sofa
til náttmála, en Gisli fór til fiskikaupa um nesið.
Þegar Gislf kom aptur á fund Scbevings, bað hann
Scheving að ráða sér heilt, hvort ráðlegt væri að
sækja um ölmusu fyrir Konráð, en Scheving kvað
sveininn vel greindan og um ölmusu skyldi hann
sækja fyrir hann. Skildu þeir að því, og fór Kon-
ráð norður með föður sínum. Veturinn 1826 lét
Gisli Konráð fara suður með útgerð sína, og réri
hann hjá Bjarna bónda á Straumi um veturinn, í
skiprúmi því er Gísli var ráðinn í. En í vertíðar-
lok sama ár fór hann til Schevings og sló hjá hon-
um tún hans um sumarið. Var hann slðan að öllu á
vegum Schevings, sem tók hann að sér eins og barn
sitt og kenndi honum, — en eitt sumar var Konráð
með Magnúsi konferenzráði ( Viðey, áður Konráð
fór utan til háskólans.
A þessum árum var það, að Gisli komst í kunn-
leika við Sigurð skáld Breiðfjörð, og orktu þeir ljóða-
bréf hvor til annars. Þá var og Jón sýslumaður
Espólin i Skagafirði og urðu þeir Gísli hinir ipestu
vinir. Orkti Gisli fyrir hann rímur at Attila Húna-
konungi og Hervarar rimur. Hann ritaði og Hún-
vetningasögu að hvöt Espólfns, og lagaði stil á Al-
exanderssögu, eptir Curtius, og hóf að þýða Bóna-