Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 44
44
partessögu ena laungu eptir Scott, léðiEspólín Gísla
söguna og las yfir fyrstu 30 arkirnar af þýðingunni.
Espólin fræddi Gisla mjög í sögu landsins og
forntungu, og vóru þeir jafnan saman, þegar Gísli
mátti því við koma. Morgun þann hinn sama er
Espólín andaðist, 1. ág. 1836, var Gísli heima hjá
sér á Skörðugili, og lá milli svefns og vöku i rúmi
sinu, heyrðist honum þá kallað uppi yfir sér »Espó-
lín«, en daginn eptir frétti hann lát hans1.
Vorið 1837, brá Gísli búi sínu á Ytra Skörðu-
gili, en fór með konu sína og fósturdóttur, er Mar-
grét hét, að Hátúni, til Einars bónda Magnússonar
prests í Glaumbæ, er fyrir einu ári haíði gengið að
eiga Efemíu Gisladóttur. Var þá og Jófriður Gísla-
dóttir gipt Eiriki Jónssyni á Syðraskörðugili, og
Filippía giptist á þessu ári Jóhannesi Jónssyni frá
Skörðugili. Gisli réri þetta vor við Drángey hjá
Jóni Bjarnasyni í Eyhildarholti, og voru þeir jafnan
vinir síðan. Síðar var Gísli formaður við Drangey
tvö vor, því með öllu var hann hættur suðurferðum.
Þá orti hann seinni part rímnanna af HakaogHag-
barði; hafði séra Hannes Bjarnason kveðið fyrri part-
inn, en dó frá þeim hálfnuðum 1838. Vóru þeir
Hannes prestur og Gísli í frændsemi og vináttu góðri.
1839 varð Gisli hreppstjóri íSeyluhreppi, og þóttihonum
það allillt, er hann var húsmaður fátækur, enn gat
ei undan skorast. Gegndi hann þeim starfa, til þess
hann flutti vestur 1850. Átti hann á þeirn árum
í þrakki miklu, máladeilum og óvild. einkum við
Einar stúdent Stefánsson á Reyi.istað, sem Gísla
þótti afarharðdrægur og ágengur við landseta sina
1) Eptir hann kvað Gísli ágætlega undir hrynhendum hætti.
S.Gr.B.