Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Qupperneq 45
fátæka í sveit sinni; en Gisli hafði jafnan sitt mál
f'ram og fór hvergi halloka; verður að sleppa hér
öllu því sem við bar í þeim efnum.
1840 flutti Gísli að Húsabökkum,ogtók þriðjung
jarðarinnar móti Einari tengdasyni sinum, og var þar
siðan um 10 ár, þar var á vist með honum nokkur
ár Daði Nielsson »hinn fróði«, og kom þeim vel
saman með sagnarit sin. Þar var og Indriði, sonur
Gísla, með föður sínum, og var þegar hinn mann-
vænlegasti maður og gáfaður vel.
Það var vorið 1846, að Gísli mistiEfemíu konu
sína, og var hann eftir það ekkjumaður á Húsabökk-
um. Jón Bjarnason hafði nú flutt búferlum frá Ey-
hildarholti, vestur að Reykhólum, var hann vinur
þeirra feðga Gisla og Indriða, og réðst það af, að
þeir feðgar riðu vestur á land, til fundar við Jón,
veturinn 1850. Gjörðist það þá í þeirri ferð, að Ind-
riði tók Bæ í Króksfirði til ábúðar, varð Indriði að
fara á skíðum norður, en Gísli var eptir hjá Jóni
Bjarnasyni á Reykhólum, tór hann þá út í Flatey
til fundar við Olaf prófast Sivertsen, fornvin sinn,
sem tók honum með miklum fagnaði, og var Gísli
þá í Flatey hálfan mánuð. Eptir páska riðu þeir
Jón og Gísli norður í Skagafjörð, og varð það þá
fyrir bænastað Indriða og áeggjan Jóns, að Gísli
flutti um vorið með Indriða vestur að Bæ. Vóru
margir vinir Gísla, sem söknuðu hans og löttu hann
fararinnar, enn þá var sem hugur hans snérist all-
ur úr Skagafirði. Orkti Tómas gamli Tómasson á
Hvalsnesi, aldavinur og frændi Gísla, saknaðarkvæði
við burtför hans, er hann kallaði »Gíslahvörf«, og
má það telja ágætt kvæði, — enn Gísli orkti brag
þann, erhann nefndi »Velferðarbita« og sendi Ein-
ari á Reynistað, er þar getið sumra misklíða þeirra,