Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 46
4(i
og ýmsrar meðferðar Einars á fátæklingum, þeir feðg-
ar fóru alfarnir úr Skagafirði 31. maí um voriö, þá
kvað Gisli;
Þó mig vestra hengi hel | og hvað sem annað pínir,
Skagafjörður fari vel | frændur og vinir mínir.
Var Gísli þá 63 ára gamall, er hann fór úr Skagafirði.
Reiddi Gísli bækur sínar á þremur hestum, og voru
allar ár nálega ófærar. Eptir það Gísli var kominn
að Bæ, undi hann sér lítt; var honum fengin til
þjónustu mær sú er Guðrún hét, Arnfinnsdóttir, ætt-
uð úr ísafirði, og fór henni það vel. En af því það
fanst brátt á, að saman dró hugi þeirra Gísla, þá
var það meinað, og átti að láta Guðrúnu fara að
Reykhólum í kvennaskiptum. En í þess stað fóru
þau þangað bæði síðla vetrar 1851. Fór þá Gísli
út í Flatey til fundar við Ólaf prófast, og var þar
til þess 15. maí um vorið. Hafði þá Gisli fengið
bréf að norðau, og verið boðið að sækja hann vest-
ur með stúlku sinni. En fyrir tilmæii Jóhönnu, konu
Olafs prófasts, varð það, að Gísli ljeði Guðrúnu i eyj-
ar þær, er Sviðnur heita, til heyvinnu, og vóru þau
Gisli þar um sumarið, en ætlaði að flytja sig norð-
ur á næsta hausti. Enn það varð að Stað á Reykja-
nesi um haustið, að Gísli var þar kominn til Ólafs
prests Einarssonar (Johnsens), og varð það þá að ráði,
eptir áeggjun Ólafs prests, að Gísli skyldi gipta sig,
og buðu þeir honum að vera svaramenn: Jón Bjarna-
son á Reykhólum, Olafur prestur á Stað, Eyjólfur
dannebrogsmaður Einarsson í Svefneyjum og Haf-
liði Eyjólfsson; vóru þeir þar allir við staddir. Lýsti
Ólafur prófastur Sivertsen í Flatey með þeim og
gaf þau saman í Flateyjarkirkju 31. október (1851),
Héldu hinir veglyndu Flateyingar veizluna, Ólafur