Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 48
48
Þenna vetur var Glsli í Sviðnum með konu sína, en
flutti alfarinn í Flatey vorið 1852, og voru þau um sum-
arið í kaupavinnu á Reykhólum og Miðhúsum. Vorið
1853 var þeim sonur borinn; sá hét Brynleifur, i höfuð
þeirra beggja Brynjólfs stúdents og Olafs prófasts.
Eptir það var Gfsli 2 sumur i kaupavinnu hjá Ind-
riða syni sínum, sem þá var kominn að Hvoli í Saur-
bæ. Þar var hann og hið þriðja sumarið með konu
sina, en siðan voru þau bæði hjá séra Eiríki Kuld í
Flatey, um túnaslátt. Hætti Gísli eftir það heývinnu
og var þá sjötugur að aldri, en skrifaði síðan vetur
og sumar, og mátti þetta kalla hádegi æfi hans.
Eftir hálfs sjöunda árs samveru andaðist Guðrún kona
hans, eftir stutta legu, þann 28. júní 1858, 42 ára
gömul, þá var hann 72 ára; var hún góð kona og
hin ástrikasta. — En 27. desember 1859 dó Bryn-
leifur sonur hans, hinn efnilegasti sveinn, hafði Kon-
ráð Gíslason ritað föður sínum, að senda sér svein-
inn á næsta vori, svo nú var Gisli sviftur þvi, er
hann unni kærast. Þar við bættist og, að á næsta
vori, á hvitasunnumorgun (1860), andaðist hans öfl-
ugasta stoð og tryggðavinur, Olafur prófastur Sivert-
sen í Flatey.
Viðbætir.
Hér hættir frumrit Gisla, sem hingað til hefir verið fylgt.
Verður úr þessu litlu við hætt um æfi hans, þó hann ætti eftir
ólifuð 16 ár, því þá var hann kominn í það næði, sem hann hafði
til dauðadags. Eptir að Gisli settist að i Platey, fékk hann til
eignar hálft hús sunnan til í eynni, sem Norskahúð heitir, er það