Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 52
52
jarðsettur í Flatey, hjá Gnðrúnu seinni konu sinni og Brynleifi
syni þeirra, og jarðsíing hann Andrés prestur Hjaltason, sem þá
var i Flatey. Fyrir útför hans stóðu þeir Hafliði dannehrogsmað-
ur Eyjólfsson í Svefneyjum, Olafur borgari Guðmundsson í Flatey,
góðvinur Gisla, og fleiri Flateyingar, og var útför hans sæmileg;
fylgdi honum flest eyjarfólk til grafar. Eftir andlát hans var
handritasafn hans og bækur allar lagðar við bókasafn Flateyjar-
framfarastofnunar, og má óhætt fullyrða, að dýrari fésjóð í sögu
iandsins á siðari öldum mun óviða að finna enn þar, og fjölda
margt þar sem hvergi er að finna annarsstaðar, enn fáum árum
eftir andlát hans var vant margra og merkilegra hóka úr hand-
ritasafninu, sem af hirðuieysi þeirra, sem um það áttu að sjá,
hafa glatast, eða gleymst i láni. Þó vill svo vel til, að nokkrar
af sögum sinum afritaði Gisli fyrir Jón riddara Sigurðsson í Kaup-
mannahöfn, um og eftir 1870, og er það geymt í safni Jóns.
Gisli Konráðsson var á yngri árum léttur á fæti, liðlegur
og snar, og glimumaður míkill. Hann var í minna meðallagi á
vöxt, með skolbrúnt hár og dökkt skegg, sem hvorttveggja varð
silfurhvitt af hærum, hreiðleitur og mjög glaðlegur á yfirhragð.
Hann hafði fremur stór augu og grá; mnnnstór nokkuð, hátt enni
og bjart yfirlit. Hann sat oftast á vetrum í islenzkri skinntreyju
við skriftir sínar, og var hún öll loðin innan, og oft hafði hann
volga hellu undir fótum sér til hlýinda á síðustu árum.
Skrá
yfir hin helztu af ritverkum Gísla Konráðssonar, eftir því sem
hann taldi sjálfur upp í marzmán. 1867 og fáu við bætt síð-
ar. Handritin vóru öll í 4 bl. broti, nemanr. 99—115í8vo.
1. Þáttur Þorvaldar gamla Magnússonar á Sauðanesi, 7
kap. 11 bls.
2. Þáttur Þorvaldar skálds Rögnvaldssonar, llkap. 19bls.
3. ----- Þorvaldar skálds Magnússonar frá Húsavík, 6 bls.
4. ----- af Illuga-skottu, 9 kap., 11 bls.
5. ----- af Mývetningum, 6 bls.
6. ----- af Ljósavatnssystkinum, 23 kap., 32 bls.
7. ----- af Jóni á Hellu, Jóni i Skógum og Jóni Egg-
ertssyni, 31 kap., 35 bls.