Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 60
keisara hjá Napóleon Ítalíukonungi. Seinustu stjórn-
arár sín rjeði Napóleon yfir allri Ítalíu beinlínis eða
óbeinlínis. Sjálfur stje hann aldrei fæti i Rómaborg,
en þegar gæfusól hans stóð hæst á lopti, og honum
fæddist erfinginn, gat hann eigi kennt hann við neitt
tignara en Róro, hina gömlu drottningu heimsins.
Fyrsta tignarnafnið, sem keisarasonurinn hlaut í
vöggunni, var sem kunnugt er »konungur Róma-
borgar*. I því nafni falst einingarhugsunin.
Napóleon steypti um stund hinu veraldlega ríki
páfans. Stjórnarbyltingin hafði dregið undanpáfan
um landeignir hans á Frakklandi, þeim hjelt Napó-
leon. I annan stað varð páfinn að samþykkja af-
sal allra kirkjueigna á Frakklandi til ríkisins, sem
ekki hefir verið aptur tekið. Loks var páfinn með
undirferli og ofríki neyddur til þess að afsala sjer
hinu forna kirkjuríki á Ítalíu. En 8 mánuðum ept
ir þá dýpstu niðurlægingu páfadómsins á vorri öld,
hjelt páfinn innreið sína í Rómaborg, og þá var
Napóleon steypt af stóli.
Og svo settust allir gömlu hræfuglarnir aptur
i hreiður sín, ieigusnápar Metterniks i Vínarborg,
og veslings Italía var jafn-sundurlimuð eptirsemáð-
ur, og undi kjörum sínum enn ver en áður. Þrátt
fyrir harðræði og herkvaðir Napóleons, þá var þó
meiri jöfnuður og meiri mannrjettindi í frönsku
löggjöfinni, sem stjórnarbyltingin mikla hafði alið.
Þá var það að uppreistarglóðin tendraðist um
endilanga ítaifu og leynifjelögin tóku til starfa.
»Hin unga Italía« fæðist, og hafði þar enginn fje
iagsrjett eldri en fertugur, og sjálfur foi sprakkinn,
Mazzini, var rúmlega tvitugur Þessir menn vildu
umsteypa hinum mörgu rfkjumá Ítalíu f lýðveldi,og
koma þeim ölluin í eitt bandalag, sennilega að dæmi