Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 62
62
Pio nono« (lifi Pius 9.), og frjálslyndir stjórnmála-
garpar ljetu á þingunum í Paris, Lundúnum og Was-
inghton fögnuð sinn í ljósi yfir umskiptunum.
Þessi árin reið yfir hin mikla frelsishreyfing í
Evrópu, sem mest gætti á Frakklandi og Þýzkalandi
i ársbyrjun 1848. Ítalía var að mörgu búin undir
þessa hreyfíngu og Rómaborg varð aðalstöð frelsís-
postulanna. Píus 9. barst fyrir straumi um stund,
en loks vaknaði hann af vondum draum og undir
árslokin flýði hann frá Róm og á náðir erkióvinar
alls frelsis á ítaliu, og með hjálp Austurrikismanna
kom hann fullu ári síðar aptur heim. Rómverjar
eru gamansamir og við fagnaðarópin, sem þeir nauð-
ugir viljugir færðu páfanum heimkommnum, drógu
þeir seiminn á seinasta orðinu: Evviva Pio—no—no
(lifi Píu8,—nei—nei!).
Það var þá skjótreynt að páfinn gat eigi ljett
af Italíu hinu útlenda oki, nje heldur komið landinu
í eitt bandalag. Saga þess máls skal eigi hjer rak-
in, allir kannast við nöfnin Cavour, Garibaldi og
Viktor Emanúel; árið 1860 missir páflnn tvo hluti
ríkis síns og 10 áruin síðar þriðjunginn sem eptir
stóð; við atkvæðagreiðsluna var það ekki nema einn
af þúsundi hverju, sem átram vildi una við
landstöðurstjórn páfans. Ítalíukonungur setzt í Kví-
rinalið, hina gömlu pátahöll. Páfinn fær til sinna
umráða svæðið fyrir sunnan Tiber með Vatíkanhöll-
inni og Pjeturskirkjunni, og hinu megin árinnar
hina fornu Laterankirkju, sem talin var aðalkirkja
páfans, áður en Pjeturskirkjan var reist. Páfinn
heldur öllum rjettindum konungs eða landsdrottins,
persóna hans er friðhelg, þingið ítalska tryggði hon-
um tullt frelsi sem andlegum yfirmanni katólsku
kirkjunnar og ánafnaði honum fullar 2 miljónir í