Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 65
65
undanskilinni, eru þeir raiklu fieiri talsins en mót-
mælendur. Um 120 erkibiskupar lúta páfanum og
bískupar fieiri en 500, tala katólskra klerka mun
nema töluvert á aðra milljón; það fje sem fjölskyldu-
heimili hins evangelíska prests eða trúboða kemst
tæplega af með, nægir til að fæða og klæða 3 ó-
kvænta katólska klerka. Það verður skiljanlegt hið
mikla vald katólsku kirkjunnar, þegar þess er gætt
að þetta mikla lið er sem vígbúinn her, bundinn
eins manns vilja. Aginn í katólsku kirkjunni er
mestur styrkur hennar. Hlýðnisskyldan er eitt og
al!t. Ljóst danni þess er hvernig kenningin um ó-
skeikulleika páfans gat orðið ríkjandi trúarsetning
án verulegrar sundrungar og mótmæla. Þessi kenn-
ing að páfinn væri einhlitur og stæði yfir kirkju-
fundum var þó beint dauðadómur yfir biskupavald-
inu, og flestum er svo varið, að gefa eigi af fúsum
vilja frá sjer vald og rjett og sjálfstæði. En þessi
uppgjöf hinna háttsettu . kirkjuvaldsmanna kom
furðu fljótt, páfavaldið hafði eins og á miðöldunum
alþýðuna með sjer og hina lægri klerka. í kirkj-
um vor mótmælenda ætlumst vjer til ai.dlegs sjálf-
stæðis hjá kirkjulegum undirmönnum, það er að
visu krafist embættishlýðni, en í katólsku kirkjunni
er krafizt trúarhlýðni hjartans. Gagnvart páfanum
gilda eigi hin gullvægu orð: »Fremur ber að hlýða
guði en mönnum«, hans boð og bann er sem guðs
eigin orð. Það er hinn stóri munur.
Hjá trúuðum katólskum manni er kenningin
um óskeikulleika páfans megintrúaratriðið Hið
lifandi orð hans, bjóðandi og bannandi, flutt honum
i skriptastólnum eða katólska hjeraðsmálgagninu er
miklu áþreifanlegra en hið stóra ritsafn heilagrar
ritningar. Hinn guðdómlegi innblástur eptirmanns-
5