Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Page 66
66
ins á Pjeturs stóli og fulltrúa Krists á jörðunni er
hellubjargið, sem eitt stendur fast í straurui tímans.
Stjórnvitringar og skörungar þjóðanna verða þar
ljettir á metunum, þeir standa og falla með lýð-
hvllinu, þeir verða stöðugt að þreyta taflið um völd-
in, háðir og bundnir á báðar hendur. Það sem er
kraptur og vizka í dag er á morgun hjegómi og
heimska. En þarna er ein persóna, hvað sem mað-
urinn heitir á páfastólnum, sem aldrei getur villzt.
Það er bein trúarskylda að hlýða slíkum manni,
en annað og fleira kemur hjer og til greina. Oá-
nægjan og óttinn á hinum mörgu villigötum sið-
menningar vorra tíma rekur ýmsa miður trúaða í
skjól hins óskeikula páfavalds, þar er hið rammasta
apturhaldsvald vorra tima gegn byltingum og stjórn-
leysi, og má því páfavaldið sjer svo mikils hjá apt-
urhaldssömum stjórnendum.
Það er mjög rík skoðun í kirkjum mótmælenda
að prestarnir eigi eingöngu að vera sáigætendur, og
þeim beri að sneiða sig sem mest hjá opinberum
málum. Allt öðru máli er að gegna um katólska
klerka, þeir eru að sjálfsögðu pólitískir flokksmenn,
halda úti blöðum og rita í þau og fylgja af kappi
hverju máli að því er fyrir þá er lagt af kirkjuleg-
um yfirmönnum þeirra. Með nýju aldarfari hefir
katólska kirkjan ný vopn til sóknar og varnar til
að tryggja sjer völdin. Jesúítarnir voru áður skripta-
feður hjá einvöldu konungunum, nú eru þeir leið-
togar hins trúaða kirkjulýðs, sem atkvæðin greiðir
við kosningar til þinga og hjeraðsstjórna. Katólska
kirkjan hefir í fyllsta mæli fært sjer í nyt hið yngsta
stórveldi nýja tímans, dagblaðastórveldið. Auk
þessa eru afarfjölmenn katólsk fjelög með funda-
höldum sem minnst hafa fyrir augum hina andlegu